Selenskí birtir færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann greinir frá fundi sem hann átti með þjóðarleiðtogum Norðurlanda í dag á hliðarlínum leiðtogafundar Atlandshafsbandalagsins í Haag.
„Ég hélt fund með leiðtogum Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands,“ skrifar Úkraínuforsetinn en hvergi er minnst á Ísland þó bláan þjóðfána Íslendinga megi sjá í bakgrunni ljósmyndar sem hann hengdi við færsluna.
Kristrún átti vissulega að vera viðstödd á fundinum, en samkvæmt svörum frá Kristínu Ólafsdóttur, aðstoðarmanni forsætisráðherra, missti hún því miður af honum þar sem hún hafi þurft að ná flugi heim eftir þéttpakkaða dagskrá leiðtogafundarins í Haag.
Kristrún hafi aftur á móti hitt Selenskí í kvöldverðinum í gær.

Kristrún ræddi við fréttastofu fyrr í dag og sagði þar Íslandi hafi gefið skilaboð um að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa.
Selenskí bætir við í færslu sinni að hann sé þakklátur þjóðarleiðtogum í Norður-Evrópu fyrir þeirra framlag við að ná „réttlátum og varanlegum frið“. Á fundinum hafi leiðtogarnir meðal annars rætt um aukinn hernaðarstuðning við Úkraínu, „fyrst og fremst að styrkja loftvarnir til að vernda mannslíf“, skrifar hann.