Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:31 Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Rekstur hins opinbera Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun