Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 12:58 Veðurstofan hýsir ofurtölvu í eigu Háskóla Íslands sem meðal annars er nýtt í hraunflæðihermi. Vísir/Vilhelm/Arnar Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“ Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Á dögunum var ofurtölva í eigu Háskóla Íslands flutt í húsnæði Veðurstofunnar en samrekstur mikilvægra reikniinnviða er hluti af samstarfi í að efla innviði fyrir rannsóknir með áherslu meðal annars á loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Hildigunnur Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands segir ofurtölvuna nýtast stofnuninni á ýmsan hátt meðal annars í jarðhræringum á Reykjanesi. „Við erum að nýta þetta í jarðskjálftarannsóknir og til að herma eftir hraunflæði á öllu Reykjanesinu. Þetta skiptir máli í hraunflæðiherminum. Við erum líka að nýta þetta hvernig loftmengun, loftgæði og gös ferðast um loftið. Þetta nýtist í öll svona flókin reiknimódel sem taka mikla reiknigetu,“ sagði Hildigunnur í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt að treysta gervigreindinni Hildigunnur segir ofurtölvuna og aðra öfluga reikniinnviði algjörlega nauðsynlega starfi Veðurstofunnar. „Til dæmis vorum við að skoða jökulhlaup undan Grímsvötnum og hvernig þau myndu flæða upp bæði í norður og suður ef þau kæmu upp í stórum skala. Þú ert að reikna bæði hvernig vatnið kæmi upp, hvernig það flæðir yfir landið, hvernig vatnsfarvegir taka við þessu. Þetta eru flóknar hermanir og þú ert að líkja eftir öllu þessu á sama tíma.“ Þá segir Hildigunnur að reikniinnviðirnir séu notaðir til að þróa gervigreindina í hvernig hægt er að gera betri veðurspár. Hún segir hægt að treysta gervigreindinni í að þróa tæknina áfram en að læra þurfi hvernig eigi að nýta hana rétt. „Það verður þróun því með gervigreind getur hún stytt þér suma ferla og auðvelda annað en þú þarft alltaf að passa að hún sé byggð á réttum gögnum og sé að læra rétta hluti og nýta hana rétt.“
Veður Eldgos og jarðhræringar Háskólar Gervigreind Tækni Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira