„Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 13:01 Ása Hlín var að gefa úr barnabók og vinnur að tveimur öðrum. Aðsend Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima. Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima.
Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“