Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2025 07:00 Frá æfingu finnska hersins fyrr á árinu. EPA/Pirjo Tuominen Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í júní var greint frá því að Ísland tæki þátt í svokölluðum framvarðarsveitum bandalagsins í norðanverðu Finnlandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir utanríkisráðuneytið að sveitinni sé ætlað að styðja við æfingar og viðveru hreyfanlegs liðsafla frá bandalagsríkjum. „Miðstöðin sem styður við verkefnið og liðsaflann sem kemur til Finnlands, samanstendur af hermönnum og borgarlegu starfsfólki og mun Íslands leggja til borgaralega starfsmenn eins og víða innan Atlantshafsbandalagsins m.a. í Eystrasaltsríkjunum og í fjölmörgum herstjórnarmiðstöðvum bandalagsins,“ segir ráðuneytið. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ákváðu 14. júní á síðasta ári að setja það á laggirnar en Svíþjóð sér svokallað leiðandi ríki og sér um mestu undirbúningsvinnuna ásamt Finnlandi sem gistiríki. Verkefnið verður fullunnið árið 2027 og því liggur eðli þátttöku Íslands í því ekki ljóst fyrir. Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsisins, tekur sem dæmi um íslensk framlög til framvarðarsveitarinnar upplýsingafulltrúa og pólitíska ráðgjafa. Eftir leiðtogafundinn í júní var svo loks greint frekar frá verkefninu og fram kom að ásamt Íslandi og fyrrnefndum Norðurlöndum tækju einnig þátt Danmörk, Frakkland, Noregur og Bretland. Það vakti athygli í Svíþjóð vikunni að Bandaríkin hygðust ekki taka þátt í verkefninu. Greint var frá því á vefum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta þátttökuþjóða að verkefnið sendi skýr skilaboð um viðbragðsstöðu bandalagsins gagnvart óvinum úr austri, jafnt við Svartahafið og í hánorðri. Herstjórnarmiðstöðvarnar sem Íslendingar munu taka þátt í að sinna verða staðsettar í Rovaniemi- og Sodankylä í norðanverðu Finnlandi og sunnanverðu Samalandi. „Með því að skapa aðstæður til skjótvirkrar móttöku, samþættingar og viðbúnaðar bandalagsherdeilda á svæðinu mun framvarðarsveitin í Finnlandi styrkja varnarstöðu og fælingarmátt Atlantshafsbandalagsins gagnvart Rússlandi,“ segir í tilkynningu varnar- og utanríkismálaráðuneyta þátttökuþjóða. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland NATO Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Haag í júní var greint frá því að Ísland tæki þátt í svokölluðum framvarðarsveitum bandalagsins í norðanverðu Finnlandi. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir utanríkisráðuneytið að sveitinni sé ætlað að styðja við æfingar og viðveru hreyfanlegs liðsafla frá bandalagsríkjum. „Miðstöðin sem styður við verkefnið og liðsaflann sem kemur til Finnlands, samanstendur af hermönnum og borgarlegu starfsfólki og mun Íslands leggja til borgaralega starfsmenn eins og víða innan Atlantshafsbandalagsins m.a. í Eystrasaltsríkjunum og í fjölmörgum herstjórnarmiðstöðvum bandalagsins,“ segir ráðuneytið. Verkefnið hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins ákváðu 14. júní á síðasta ári að setja það á laggirnar en Svíþjóð sér svokallað leiðandi ríki og sér um mestu undirbúningsvinnuna ásamt Finnlandi sem gistiríki. Verkefnið verður fullunnið árið 2027 og því liggur eðli þátttöku Íslands í því ekki ljóst fyrir. Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytsisins, tekur sem dæmi um íslensk framlög til framvarðarsveitarinnar upplýsingafulltrúa og pólitíska ráðgjafa. Eftir leiðtogafundinn í júní var svo loks greint frekar frá verkefninu og fram kom að ásamt Íslandi og fyrrnefndum Norðurlöndum tækju einnig þátt Danmörk, Frakkland, Noregur og Bretland. Það vakti athygli í Svíþjóð vikunni að Bandaríkin hygðust ekki taka þátt í verkefninu. Greint var frá því á vefum utanríkis- og varnarmálaráðuneyta þátttökuþjóða að verkefnið sendi skýr skilaboð um viðbragðsstöðu bandalagsins gagnvart óvinum úr austri, jafnt við Svartahafið og í hánorðri. Herstjórnarmiðstöðvarnar sem Íslendingar munu taka þátt í að sinna verða staðsettar í Rovaniemi- og Sodankylä í norðanverðu Finnlandi og sunnanverðu Samalandi. „Með því að skapa aðstæður til skjótvirkrar móttöku, samþættingar og viðbúnaðar bandalagsherdeilda á svæðinu mun framvarðarsveitin í Finnlandi styrkja varnarstöðu og fælingarmátt Atlantshafsbandalagsins gagnvart Rússlandi,“ segir í tilkynningu varnar- og utanríkismálaráðuneyta þátttökuþjóða.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland NATO Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira