„Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 12:22 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira