Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 18:47 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði Ísland sterkan og áreiðanlegan bandamann. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd. Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Ursula sagði þetta myndu bæta þriðja laginu við áður tvílaga öryggisstefnu Íslands, nefnilega varnarsamning okkar við Bandaríkin og aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu. Viðræður hæfust á næstunni og stefnt væri að því að þeim lyki á næstu vikum eða mánuðum. „Þetta samstarf mun gera Ísland þátt í öryggis- og varnarneti Evrópu. Þar eru þegar átta bandalagslönd, þeirra á meðal Noregur, Bretland og Kanada. Með þessu samkomulagi fengjuð þið aðgang að SAFE-verkefninu okkar sem leggur um 150 milljarða evra á ári í fjárfestingar í öryggis- og varnarmálum,“ sagði Ursula. Heildstæð endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og ESB Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir viðræðurnar endurspegla það traust sem ríkir milli Íslands og Evrópu. Í dag lauk einnig samningum um aðild Íslands að verkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að tryggja aðgengi að veraldarvefnum í tilfelli árása á sæstrengi eða aðra vefinnviði. Kristrún segir ljóst að samskipti Íslands við umheiminn séu mjög háð viðkvæmum innviðum og því sé mikilvægt að tryggja Íslendingum aðgang að gervitunglakerfi Evrópusambandsins. Kristrún tilkynnti einnig að farið yrði í heildstæða endurskoðun á viðskiptasambandi Íslands og Evrópusambandsins. Hún segir þetta fyrsta sinn sem endurskoðun af þessari stærðargráðu fer fram síðan Ísland varð hluti af evrópska efnahagssvæðinu. Að lokum þakkaði Kristrún Ursulu fyrir heimsókn sína. „Þetta eru tímar sem kalla á yfirvegaða og ákveðna forystu. Ég held að þú hafir sýnt heiminum hvað þú ert ótrúlega hæfur leiðtogi og það er mikill heiður að fá þig hingað í dag og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ sagði Kristrún. Lofsöng seiglu Íslendinga Ursula von der Leyen fékk þá orðið og fyrst hafði hún orð á því hvað hálendi Íslands er mikilfenglegt. Hún fór í þyrluferð í Þórsmörk í stilltu veðrinu og sjónarspilið þar svíkur engan. Hún hafði jafnframt orð á seiglu landans. „Þið spilið lykilhlutverk í heimskauta- og Norður-Atlantshafsviðbragði Atlantshafsbandalagsins. Þið eruð sterkur og áreiðanlegur bandamaður og það sá ég með eigin augum í flugherstöðinni í Keflavík,“ sagði Ursula. Ursula sagði Íslendinga geta kennt Evrópumönnum ýmislegt um Norður-Atlantshafið og heimskautið og að mikilvægt væri að rödd Íslendinga heyrðist þegar málefni norðurslóða eru rædd.
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira