„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2025 13:23 Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknarflokksins í borginni og fyrrverandi borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar. Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Niðurstöður nýrrar könnun Prósents sýna að 56 prósent landsmanna séu með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Átján prósent segjast hvorki jákvæð né neikvæð, og 26 prósent eru jákvæð. 31 prósent karla segjast jákvæðir gagnvart þéttingu byggðar, en einungis tuttugu prósent kvenna. Því yngra sem fólk er, því líklegra er það til að vera jákvætt, en eini aldursflokkurinn þar sem jákvæðni mælist meiri en neikvæðni er hjá átján til 24 ára. Neikvæðnin er mest, tæp sjötíu prósent, hjá 55 til 64 ára. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg af þessari stefnu sem vinstri flokkarnir undir stjórn Samfylkingar hafa keyrt áfram á síðustu árum. Við höfum sagt að það verði að byggja á nýjum svæðum í borginni, til dæmis í Úlfarsárdal og Geldinganesi, en þessir flokkar hafa ekki viljað breyta stefnunni og ætla sér að halda áfram að þétta,“ segir Einar. Hafi engin áhrif Hann telur niðurstöðurnar ekki hafa nein áhrif á meirihlutann sem vilji þétta enn meira. Fulltrúar flokkanna sem mynduðu meirihluta með honum fyrr á kjörtímabilinu hafi orðið afar ósáttir þegar hann ræddi að pása þéttinguna. „Að ég skyldi voga mér að nefna það að við þyrftum að horfa á Geldinganes sem framtíðaríbúðarsvæði. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að við í Framsókn vorum í miklum minnihluta í þeim meirihluta sem við vorum í síðast varðandi skipulagssýnina. Og þess vegna slitum við meirihlutanum,“ segir Einar. Erfitt að vinda ofan af þéttingu Innviðir, svosem leikskólar og grunnskólar, þoli ekki endalausa þéttingu. „Nú þegar er hafin mikil þétting meðfram Borgarlínunni, og það verður erfitt að vinda ofan af því. En þær skipulagsákvarðanir sem við tökum fyrir næsta áratug og næstu ár, verða að vera á svæðum þar sem er ekki byggð núna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fasteignamarkaður Húsnæðismál Byggingariðnaður Framsóknarflokkurinn Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Garðabær Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira