Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2025 14:33 Ein af hverjum fjórum þunguðum konum á Gasa er vannærð og eitt af hverjum fjórum börnum sömuleiðis. Erfitt hefur reynst að senda neyðaraðstoð inn á ströndina, þrátt fyrir fullyrðingar Ísraelsstjórnar um að engar hömlur séu á neyðaraðstoð. AP/Vísir Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna Palestínu skipta máli en koma seint. Ísraelar hraði nú áætlunum sínum á Gasaströndinni til að ná fram markmiðum um að hreinsa Palestínumenn af svæðinu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49
Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20
Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51