Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Haraldur Örn Haraldsson skrifar 25. júlí 2025 20:00 Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk fyrir FH í kvöld. Vísir/Ernir FH gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna í fótbolta og er komið upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-konur fóru upp fyrir Þrótt og eru þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Maya Lauren Hansen skoraði tvívegis fyrir FH í fyrri hálfleik en Murielle Tiernan minnkaði muninn. Thelma Karen Pálmadóttir innsiglaði síðan sigurinn eftir góðan undirbúning frá hinni ungu Ingibjörgu Magnúsdóttur. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og uppskáru mark snemma í leiknum. Elísa Lana kom upp vinstri kantinn og gaf boltann snemma fyrir. Þar kemur Þóra Rún markvörður Fram í úthlaup sem er hrikalega illa tímasett. Maya Lauren Hansen er á undan henni í boltann og nær að pota honum framhjá henni og í markið. Leikurinn róaðist mikið eftir markið en þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum, skiptu FH-ingar upp um gír. Þær fengu urmul færa en það besta var úr hornspyrnu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði í stöngina. Örfáum mínútum eftir það felldi svo Olga Ingibjörg, Thelmu Karen inn í teig og FH fékk víti. Maya Lauren steig á punktinn, hún var alveg eitur svöl og renndi boltanum í netið. FH-ingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum fyrir hálfleiks flautið en það tókst ekki og því fóru þær með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. FH byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, af gríðarlegum krafti en þær náðu ekki að nýta sér neitt af þessum fjölmörgu færum sem þær fengu. Maya Hansen langaði greinilega í þrennuna, fékk nokkur fín færi til þess en það tókst bara ekki hjá henni að koma boltanum aftur í netið. Henni var svo skipt af velli á 74. mínútu. FH var með fulla stjórn á leiknum en Fram fékk aukaspyrnu við hliðarlínuna á 81. mínútu. Una Rós tekur spyrnuna og lyftir boltanum á nærstöngina. Það fylgir enginn varnarmaður FH Murielle Tiernan sem var galopin inn í teignum og skallaði boltann í netið. Þessi vonarglæta fyrir Fram lifði ekki lengi þar sem FH gerði út um leikinn á 90. mínútu þegar Thelma Karen skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Atvik leiksins Það færðist spenna í leikinn í fyrsta skipti þegar Fram skorar og minnkaði muninn í 2-1. Góður skalli hjá Tiernan en svakalegur sofandaháttur í vörn FH. Stjörnur og skúrkar Margar í liði FH sem voru góðar en Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk. Thelma Karen Pálmadóttir skoraði einnig og fiskaði vítið. Þá var Arna Eiríksdóttir öflug í vörninni þegar á reyndi, og var óheppin að skora ekki eftir hornspyrnur í fyrri hálfleik. Dómararnir Heil yfir fín frammistaða hjá teyminu. Aukaspyrnan sem Fram fær til að minnka muninn var alls ekki aukaspyrna að mínu mati, en það kom ekki að sök. Stemning og umgjörð 217 manns sem mættu í Kaplakrika, ágætis mæting. Hafnfirðingar voru ágætlega léttir þar sem það gekk vel hjá þeirra konum. Hins vegar lítið um söng og trall. Guðni Eiríksson er þjálfari FH.Vísir/Guðmundur „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. „Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni. Óskar Smári á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Óskar Smári: Þú getur stýrt leik með og án bolta Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með kafla í leiknum þrátt fyrir tapið. Þá sérstaklega hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik. „Leikurinn var kaflaskiptur, við byrjum ágætlega en svo bara eftir 5-6 mínútur þá taka FH bara öll völd á leiknum og skora 1-0 mark. Léleg pressa hjá okkur og þær komast aftur fyrir okkur, fyrirgjöf og mark. Allt of einfalt, við eigum að geta komið í veg fyrir svona mörk,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér koma kafli sem við komumst ágætlega inn í leikinn og komumst í ágætar stöður, en gerðum ekki nægilega vel með þær. Svo kemur aftur kafli þar sem FH er bara miklu betri og þær verðskulda að fara 2-0 í hálfleik,“ sagði Óskar. „Ég er svo bara mjög stoltur af stelpunum í seinni hálfleik, ég er mjög ánægður með viðhorfið. Við vorum að henda okkur fyrir alla bolta og komum okkur inn í leikinn aftur með 2-1 markinu. Rétt á undan fáum við dauðafæri sem fer forgörðum,“ sagði Óskar. „Það var trú á verkefninu allan tíman, en svo í lokin erum við búin að henda öllu fram og þær skora þriðja markið. FH liðið er bara mjög öflugt, en á öðrum degi hefði þetta getað snúist og farið 2-2. Þá hefði verið spennandi að sjá síðustu mínútur,“ sagði Óskar. Óskar var sérstaklega ánægður með varnarleikinn en viðurkennir að þær hefðu getað gert betur með boltann. „Þú getur stýrt leik með og án bolta. Mér fannst í seinni hálfleik, við vera að stýra án boltans. Þótt þær hafi komist í ágætar stöður að þegar þær komust nálægt teignum okkar, þá bara köstuðum við okkur fyrir það,“ sagði Óskar. „Ég er ósáttur með hvað við vorum að gera með boltann í seinni hálfleik, mér fannst við ekki vera að fara vel með boltann. Það eru fullt af hlutum sem við þurfum að gera betur, alveg klárlega. Án þess að fara í afsökunarbókina, þá eru einhver skörð í skyldi sem vantar í liðið. Trúin var til staðar, og það er það sem ég er að leita að. Klárlega ekki okkar besti leikur í sumar, ekki misskilja mig,“ sagði Óskar. „Samt leikur sem við hefðum getað tekið eitthvað út úr og ekki spilað okkar besta. Að geta sagt það, fara á þennan útivöll og geta sagt að við áttum ekki okkar besta leik spilanlega séð, en hefðum samt getað fengið eitthvað út úr honum úrslitalega séð,“ sagði Óskar. Það er jákvætt. Þannig ég hefði alveg viljað sjá betri frammistöðu á boltann, en án boltans þá fannst mér stelpurnar mjög góðar í dag,“ sagði Óskar. Nýr hafsent á leiðinni í hópinn Það er töluvert um breytingar í leikmannahóp Fram þar sem nokkrir leikmenn eru á leiðinni út í skóla, og meiðsli hafa einnig haft áhrif. „Við erum að missa þrjár eftir þennan leik. Sara, Thelma og Júlía fara allar eftir þennan leik, Halla er farin, Thelma Lind var ekki í dag. Þannig það eru einhver skörð sem við erum með. „Við skoðum okkur eitthvað um á markaðnum, það kemur örugglega tilkynning frá okkur fljótlega með leikmann sem er að koma til okkar. Svo skoðum við hvort við þurfum að bæta einhverju við. Við erum samt með ágætis breidd eins og þú sérð í dag, við skiptum tiltölulega snemma í dag, og það komu ferskir vindar með varamönnunum. Þannig við erum með stelpur sem er berjast um að vera í liðinu. Þótt það vanti í dag, er engin afsökun,“ sagði Óskar. „Við erum eiginlega að missa meira en við erum að fá inn, við erum að missa fjórar út í skóla, við erum aldrei að fara fá fjóra leikmenn í staðinn. Við eigum líka góða leikmenn fyrir sem hafa spilað minna í sumar og hafa beðið þolinmóðar eftir tækifærinu,“ sagði Óskar. Óskar greindi einnig frá því að leikmaðurinn sem er á leiðinni er hafsent sem spilaði á Íslandi síðasta sumar. Arna Eiríksdóttir fagnar með liðsfélögum sínum.vísir/Guðmundur Arna Eiríks: Gott að vera búið að hrista þessa pásu af Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var ánægð með sigurinn, sérstaklega þar sem það var ekki auðvelt að koma til baka eftir þessa löngu pásu. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægð með þetta. Það var gott að koma til baka úr langri pásu og ná í þrjú stig, mjög sterkt. Það voru stundir í leiknum sem við hefðum getað gert betur en það er bara mjög gott að vera búið að hrista þessa pásu af okkur og vera komnar aftur í gang,“ sagði Arna. EM pásan er búin en það tók á fyrir leikmenn að vera svona lengi frá á miðju tímabili. „Það er náttúrulega bara mjög ‘tricky’. Við fengum alveg tvær heilar vikur frá æfingum þar sem við vorum saman. Við vorum náttúrulega að hlaupa og lyfta, en þetta er löng pása. Þannig það er alveg ‘tricky’ að koma aftur saman. Við tókum fund leikmennirnir um leið og við komum aftur saman og ákváðum að byrja þetta af krafti, og það gekk upp í dag,“ sagði Arna. Arna fékk nokkur góð færi úr hornspyrnum til að skora og komst næst því þegar hún skallaði í stöngina. „Það var svekkjandi, ég hélt ég væri að fara að skora. Ég sá hann inni allavega tvisvar, en þetta hlýtur bara að koma í næsta leik,“ sagði Arna. FH er í öðru sæti eftir þennan sigur aðeins þremur stigum frá Breiðablik. FH hefur ekki verið í toppbaráttu í kvennaboltanum lengi, en þetta er jákvæð þróun fyrir Hafnfirðinga. „Þetta eru rosalega spennandi tímar hjá okkur og við erum ekki vanar að vera í þessari stöðu. Við tökum bara einn leik í einu og ætlum okkar að vinna hvern einasta leik. Þannig þetta er bara spennandi fyrir okkur,“ sagði Arna. Besta deild kvenna FH Fram
FH gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna í fótbolta og er komið upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-konur fóru upp fyrir Þrótt og eru þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Maya Lauren Hansen skoraði tvívegis fyrir FH í fyrri hálfleik en Murielle Tiernan minnkaði muninn. Thelma Karen Pálmadóttir innsiglaði síðan sigurinn eftir góðan undirbúning frá hinni ungu Ingibjörgu Magnúsdóttur. FH-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og uppskáru mark snemma í leiknum. Elísa Lana kom upp vinstri kantinn og gaf boltann snemma fyrir. Þar kemur Þóra Rún markvörður Fram í úthlaup sem er hrikalega illa tímasett. Maya Lauren Hansen er á undan henni í boltann og nær að pota honum framhjá henni og í markið. Leikurinn róaðist mikið eftir markið en þegar um tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum, skiptu FH-ingar upp um gír. Þær fengu urmul færa en það besta var úr hornspyrnu þegar Arna Eiríksdóttir skallaði í stöngina. Örfáum mínútum eftir það felldi svo Olga Ingibjörg, Thelmu Karen inn í teig og FH fékk víti. Maya Lauren steig á punktinn, hún var alveg eitur svöl og renndi boltanum í netið. FH-ingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum fyrir hálfleiks flautið en það tókst ekki og því fóru þær með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. FH byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri, af gríðarlegum krafti en þær náðu ekki að nýta sér neitt af þessum fjölmörgu færum sem þær fengu. Maya Hansen langaði greinilega í þrennuna, fékk nokkur fín færi til þess en það tókst bara ekki hjá henni að koma boltanum aftur í netið. Henni var svo skipt af velli á 74. mínútu. FH var með fulla stjórn á leiknum en Fram fékk aukaspyrnu við hliðarlínuna á 81. mínútu. Una Rós tekur spyrnuna og lyftir boltanum á nærstöngina. Það fylgir enginn varnarmaður FH Murielle Tiernan sem var galopin inn í teignum og skallaði boltann í netið. Þessi vonarglæta fyrir Fram lifði ekki lengi þar sem FH gerði út um leikinn á 90. mínútu þegar Thelma Karen skoraði með góðu skoti fyrir utan teig. Atvik leiksins Það færðist spenna í leikinn í fyrsta skipti þegar Fram skorar og minnkaði muninn í 2-1. Góður skalli hjá Tiernan en svakalegur sofandaháttur í vörn FH. Stjörnur og skúrkar Margar í liði FH sem voru góðar en Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk. Thelma Karen Pálmadóttir skoraði einnig og fiskaði vítið. Þá var Arna Eiríksdóttir öflug í vörninni þegar á reyndi, og var óheppin að skora ekki eftir hornspyrnur í fyrri hálfleik. Dómararnir Heil yfir fín frammistaða hjá teyminu. Aukaspyrnan sem Fram fær til að minnka muninn var alls ekki aukaspyrna að mínu mati, en það kom ekki að sök. Stemning og umgjörð 217 manns sem mættu í Kaplakrika, ágætis mæting. Hafnfirðingar voru ágætlega léttir þar sem það gekk vel hjá þeirra konum. Hins vegar lítið um söng og trall. Guðni Eiríksson er þjálfari FH.Vísir/Guðmundur „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. „Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni. Óskar Smári á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Óskar Smári: Þú getur stýrt leik með og án bolta Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með kafla í leiknum þrátt fyrir tapið. Þá sérstaklega hvernig liðið spilaði í seinni hálfleik. „Leikurinn var kaflaskiptur, við byrjum ágætlega en svo bara eftir 5-6 mínútur þá taka FH bara öll völd á leiknum og skora 1-0 mark. Léleg pressa hjá okkur og þær komast aftur fyrir okkur, fyrirgjöf og mark. Allt of einfalt, við eigum að geta komið í veg fyrir svona mörk,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér koma kafli sem við komumst ágætlega inn í leikinn og komumst í ágætar stöður, en gerðum ekki nægilega vel með þær. Svo kemur aftur kafli þar sem FH er bara miklu betri og þær verðskulda að fara 2-0 í hálfleik,“ sagði Óskar. „Ég er svo bara mjög stoltur af stelpunum í seinni hálfleik, ég er mjög ánægður með viðhorfið. Við vorum að henda okkur fyrir alla bolta og komum okkur inn í leikinn aftur með 2-1 markinu. Rétt á undan fáum við dauðafæri sem fer forgörðum,“ sagði Óskar. „Það var trú á verkefninu allan tíman, en svo í lokin erum við búin að henda öllu fram og þær skora þriðja markið. FH liðið er bara mjög öflugt, en á öðrum degi hefði þetta getað snúist og farið 2-2. Þá hefði verið spennandi að sjá síðustu mínútur,“ sagði Óskar. Óskar var sérstaklega ánægður með varnarleikinn en viðurkennir að þær hefðu getað gert betur með boltann. „Þú getur stýrt leik með og án bolta. Mér fannst í seinni hálfleik, við vera að stýra án boltans. Þótt þær hafi komist í ágætar stöður að þegar þær komust nálægt teignum okkar, þá bara köstuðum við okkur fyrir það,“ sagði Óskar. „Ég er ósáttur með hvað við vorum að gera með boltann í seinni hálfleik, mér fannst við ekki vera að fara vel með boltann. Það eru fullt af hlutum sem við þurfum að gera betur, alveg klárlega. Án þess að fara í afsökunarbókina, þá eru einhver skörð í skyldi sem vantar í liðið. Trúin var til staðar, og það er það sem ég er að leita að. Klárlega ekki okkar besti leikur í sumar, ekki misskilja mig,“ sagði Óskar. „Samt leikur sem við hefðum getað tekið eitthvað út úr og ekki spilað okkar besta. Að geta sagt það, fara á þennan útivöll og geta sagt að við áttum ekki okkar besta leik spilanlega séð, en hefðum samt getað fengið eitthvað út úr honum úrslitalega séð,“ sagði Óskar. Það er jákvætt. Þannig ég hefði alveg viljað sjá betri frammistöðu á boltann, en án boltans þá fannst mér stelpurnar mjög góðar í dag,“ sagði Óskar. Nýr hafsent á leiðinni í hópinn Það er töluvert um breytingar í leikmannahóp Fram þar sem nokkrir leikmenn eru á leiðinni út í skóla, og meiðsli hafa einnig haft áhrif. „Við erum að missa þrjár eftir þennan leik. Sara, Thelma og Júlía fara allar eftir þennan leik, Halla er farin, Thelma Lind var ekki í dag. Þannig það eru einhver skörð sem við erum með. „Við skoðum okkur eitthvað um á markaðnum, það kemur örugglega tilkynning frá okkur fljótlega með leikmann sem er að koma til okkar. Svo skoðum við hvort við þurfum að bæta einhverju við. Við erum samt með ágætis breidd eins og þú sérð í dag, við skiptum tiltölulega snemma í dag, og það komu ferskir vindar með varamönnunum. Þannig við erum með stelpur sem er berjast um að vera í liðinu. Þótt það vanti í dag, er engin afsökun,“ sagði Óskar. „Við erum eiginlega að missa meira en við erum að fá inn, við erum að missa fjórar út í skóla, við erum aldrei að fara fá fjóra leikmenn í staðinn. Við eigum líka góða leikmenn fyrir sem hafa spilað minna í sumar og hafa beðið þolinmóðar eftir tækifærinu,“ sagði Óskar. Óskar greindi einnig frá því að leikmaðurinn sem er á leiðinni er hafsent sem spilaði á Íslandi síðasta sumar. Arna Eiríksdóttir fagnar með liðsfélögum sínum.vísir/Guðmundur Arna Eiríks: Gott að vera búið að hrista þessa pásu af Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH var ánægð með sigurinn, sérstaklega þar sem það var ekki auðvelt að koma til baka eftir þessa löngu pásu. „Ég er bara heilt yfir mjög ánægð með þetta. Það var gott að koma til baka úr langri pásu og ná í þrjú stig, mjög sterkt. Það voru stundir í leiknum sem við hefðum getað gert betur en það er bara mjög gott að vera búið að hrista þessa pásu af okkur og vera komnar aftur í gang,“ sagði Arna. EM pásan er búin en það tók á fyrir leikmenn að vera svona lengi frá á miðju tímabili. „Það er náttúrulega bara mjög ‘tricky’. Við fengum alveg tvær heilar vikur frá æfingum þar sem við vorum saman. Við vorum náttúrulega að hlaupa og lyfta, en þetta er löng pása. Þannig það er alveg ‘tricky’ að koma aftur saman. Við tókum fund leikmennirnir um leið og við komum aftur saman og ákváðum að byrja þetta af krafti, og það gekk upp í dag,“ sagði Arna. Arna fékk nokkur góð færi úr hornspyrnum til að skora og komst næst því þegar hún skallaði í stöngina. „Það var svekkjandi, ég hélt ég væri að fara að skora. Ég sá hann inni allavega tvisvar, en þetta hlýtur bara að koma í næsta leik,“ sagði Arna. FH er í öðru sæti eftir þennan sigur aðeins þremur stigum frá Breiðablik. FH hefur ekki verið í toppbaráttu í kvennaboltanum lengi, en þetta er jákvæð þróun fyrir Hafnfirðinga. „Þetta eru rosalega spennandi tímar hjá okkur og við erum ekki vanar að vera í þessari stöðu. Við tökum bara einn leik í einu og ætlum okkar að vinna hvern einasta leik. Þannig þetta er bara spennandi fyrir okkur,“ sagði Arna.
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn