Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 26. júlí 2025 11:33 Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif. Að heyra hvernig þitt fólk var drepið með gasi, brennt, húðflett, húð þeirra notuð í lampaskerma og fleiri ódæðisverk framin gegn þeim, hefur áhrif. Að upplifa að þitt fólk er óæðra öðrum, sé réttdræp og hvergi örugg, hefur áhrif. Bara ef Hitler hefði vitað hversu mikil áhrif helförin hans gegn gyðingum myndi hafa áhrif, ekki bara á þá sjálfa heldur aðra. Áföll kynslóða (e. generational trauma) hafa gífurleg áhrif en hver hefði trúað að slíkt myndi leiða til þess að sama fólkið sem situr uppi með slík áföll myndu fremja svipuð ódæðisverk og voru framin gegn þeirra forfeðrum? Ég ber með mér áföll fyrri kynslóða. Ég er af gyðingaættum. Amma mín flúði nasistana í Danmörku. Frændi minn var sendur til Theresienstadt fangabúðanna þar sem hann vann við að senda aðra fanga til Auschwitz. Nýlega uppgötvaði ég að gyðingaættin mín sem teygði anga sína til Litháens og Hvíta Rússlands, var að mestu leyti útrýmt í helförinni. Slíka sögu bera flestir gyðingar á herðum sér. Slík saga hefur áhrif. Þannig áhrif að margir gyðingar, bæði í dag og á tímum heimsstyrjaldarinnar, vildu eiga sér griðastað – Ísrael. Frá blautu barnsbeini var mér sagt að Ísrael væri fyrirheitna landið fyrir okkur gyðinga. Eina landið sem gyðingar voru öruggir í. Ég lærði þó fljótlega að það var skrítið hvernig landið var stofnað. Bretar áttu Palestínu og gáfu gyðingum part af því landi til að stofna Ísrael. Skrítið en fannst það á sínum tíma vera rétt því…hvert annað ættu gyðingar að leita eftir helförina? Ekki vissi ég hvernig zionísk stjórnvöld komu fram við íbúa Palestínu við stofnun Ísraels og framan af því. Það er ekki kennt í grunnskólum, menntaskólum né í sagnfræði í háskólanum. Fjölskyldan mín vissi ekki af því, fjölmiðlar fjölluðu ekki um það. Ég trúði því að gagnrýna Ísrael væri í raun gyðingahatur. Að gagnrýna Ísrael væri að gagnrýna rétt gyðinga til að upplifa öryggi. Að gagnrýna Ísrael væri að sýna fram á vilja til að hefja á ný útrýmingu gyðinga. Gagnrýni á Ísrael leiddi til óöryggis og ótta. Þegar ég lærði sagnfræði við Háskóla Íslands reyndi ég að kynna mér sögu þessara landa. Las bækur um stríðin sem hafa geisað á svæðinu frá stofnun Ísraels. Ég upplifði það sem dæmalaust hatur gagnvart gyðingum. Ásamt því vissi ég þó að þetta hatur hjá báðum aðilum væri kerfisbundið, börnum m.a. kennt að hata hvort annað í skólakerfunum. Þrátt fyrir þetta hef ég aldrei sjálf upplifað hatur gagnvart Palestínsku fólki né múslimum. Ég gerðist helfararsagnfræðingur til að reyna að skilja af hverju hörmungar helfararinnar áttu sér stað og hvað leiðir til þess að fólk taki þátt í slíkum kerfisbundnum hreinsunum á öðru fólki. Með þessa þekkingu á baki mér fór ég að kynna mér betur fréttir um Ísrael og Palestínu. Það var erfitt að fylgjast með fréttum og reyna að skilja af hverju Ísraelsstjórn stal í sífellu landsvæði af Palestínu. Á sama tíma var einnig erfitt að horfa upp á Hamas fremja ódæðisverk gegn Ísrael. Svo kom 7. október. Þá skildi ég. Ég skildi að Ísraelsstjórn myndi útrýma Palestínu, útrýma Gaza til að hefna sín fyrir ódæðisverk Hamas. Ég skildi að sýn mín á Ísrael, sem ég ólst upp við, var draumsýn…byggð á lygum. Ísraelsstjórn er stjórnað af zionistum. Zionismi er afbirgði af þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að taka yfir alla Palestínu, endurheimta gamla Ísrael og gera það að griðastað helgað gyðingum. Farsi. Þetta er farsi, hugsaði ég. Því að þetta er ekkert annað en „lebensraum“ Hitlers. Hann vildi taka yfir gömlu „þýsku“ ríkin til að gera þau að griðastað Þjóðverja. Stuttu eftir 7. október talaði Ísraelsstjórn um að flytja alla íbúa Gaza til annarra landa. Þetta er ekkert annað en Madagaskar áætlun nasista. Nasistar ætluðu að flytja alla gyðinga og aðrar „óæðri manneskjur“ til Madagaskar. Eftir að zionistar fengu mikla gagnrýni á sig fyrir þær áætlanir ákváðu þeir að breyta um stefnu. Þeir ákváðu þá að loka fyrir mannúðaraðstoð til Gaza. Zionistar hafa búið til stærstu fangabúðir heims á Gaza. Nasistarnir byggðu fyrst gettó fyrir gyðinganna og þegar það var orðið of flókið þá fluttu þeir gyðinganna í fangabúðir og loks í útrýmingarbúðir. Ég fattaði þá…Gaza hefur verið gettó í mörg ár. Eftir 7.október breyttist það í fangabúðir og í dag, þegar algjör hungursneið á sér stað, eru zionistar að breyta þeim í útrýmingarbúðir. Á sama tíma er Ísraelsstjórn kerfisbundið að rífa niður byggingar í Gaza og bjóða íbúum Ísraels að kaupa nýbyggingar á svæðinu. Nasistar tóku yfir byggingar og eigur gyðinga í löndunum sem þeir tóku yfir og gáfu Þjóðverjum, allt til að auka „lebensraum“ Þjóðverja. Ég skil núna en ég vil ekki skilja. Ég vil ekki trúa. Ég vil ekki trúa að mitt eigið fólk sé að fremja slíkan hrylling gegn öðru fólki. Það er þyngra en tárum taki að trúa þessu. Af hverju er ég að skrifa þetta? Ég skrifa þetta í von um að fólk skilji af hverju margir gyðingar eiga erfitt með að horfast í augu við hvað Ísrael er að gera. Reyna að útskýra hvernig margir upplifðu Ísrael. Hvernig áföll kynslóða blinda þig, breyta þér. Ég er tilbúin að takast á við þann sannleik að Ísraelsstjórn sé að fremja kerfisbundnar hreinsanir gegn Palestínu. Ég viðurkenni að Ísraelsstjórn hefur áður framið þjóðarmorð gagnvart Palestínu. Ég á mér enga ósk heitari en að íbúar beggja þjóða geta búið saman friðsamlega. Til þess þá þarf zionismi að hverfa á braut. Gyðingahatur á aldrei rétt á sér en gyðingahatur tengist þessum hreinsunum í Gaza og Palestínu engan veginn. Okkar forfeður, fórnarlömb helfararinnar, myndu fordæma þessar hreinsanir. Aldrei aftur þýðir aldrei aftur. Ég styð íbúa Palestínu, ég styð fólkið í Gaza. Ég fordæmi zionisma. Ég fordæmi þjóðarmorð. Höfundur er helfararsagnfræðingur og gyðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Að alast upp við að heyra hvernig amma þín og fjölskyldan hennar náðu naumlega að flýja undan nasistum hefur áhrif. Að alast upp við að heyra hvernig ættfólk þitt sem náði ekki að flýja var annaðhvort sent í fangabúðir eða drepið, hefur áhrif. Að heyra hvernig þitt fólk var drepið með gasi, brennt, húðflett, húð þeirra notuð í lampaskerma og fleiri ódæðisverk framin gegn þeim, hefur áhrif. Að upplifa að þitt fólk er óæðra öðrum, sé réttdræp og hvergi örugg, hefur áhrif. Bara ef Hitler hefði vitað hversu mikil áhrif helförin hans gegn gyðingum myndi hafa áhrif, ekki bara á þá sjálfa heldur aðra. Áföll kynslóða (e. generational trauma) hafa gífurleg áhrif en hver hefði trúað að slíkt myndi leiða til þess að sama fólkið sem situr uppi með slík áföll myndu fremja svipuð ódæðisverk og voru framin gegn þeirra forfeðrum? Ég ber með mér áföll fyrri kynslóða. Ég er af gyðingaættum. Amma mín flúði nasistana í Danmörku. Frændi minn var sendur til Theresienstadt fangabúðanna þar sem hann vann við að senda aðra fanga til Auschwitz. Nýlega uppgötvaði ég að gyðingaættin mín sem teygði anga sína til Litháens og Hvíta Rússlands, var að mestu leyti útrýmt í helförinni. Slíka sögu bera flestir gyðingar á herðum sér. Slík saga hefur áhrif. Þannig áhrif að margir gyðingar, bæði í dag og á tímum heimsstyrjaldarinnar, vildu eiga sér griðastað – Ísrael. Frá blautu barnsbeini var mér sagt að Ísrael væri fyrirheitna landið fyrir okkur gyðinga. Eina landið sem gyðingar voru öruggir í. Ég lærði þó fljótlega að það var skrítið hvernig landið var stofnað. Bretar áttu Palestínu og gáfu gyðingum part af því landi til að stofna Ísrael. Skrítið en fannst það á sínum tíma vera rétt því…hvert annað ættu gyðingar að leita eftir helförina? Ekki vissi ég hvernig zionísk stjórnvöld komu fram við íbúa Palestínu við stofnun Ísraels og framan af því. Það er ekki kennt í grunnskólum, menntaskólum né í sagnfræði í háskólanum. Fjölskyldan mín vissi ekki af því, fjölmiðlar fjölluðu ekki um það. Ég trúði því að gagnrýna Ísrael væri í raun gyðingahatur. Að gagnrýna Ísrael væri að gagnrýna rétt gyðinga til að upplifa öryggi. Að gagnrýna Ísrael væri að sýna fram á vilja til að hefja á ný útrýmingu gyðinga. Gagnrýni á Ísrael leiddi til óöryggis og ótta. Þegar ég lærði sagnfræði við Háskóla Íslands reyndi ég að kynna mér sögu þessara landa. Las bækur um stríðin sem hafa geisað á svæðinu frá stofnun Ísraels. Ég upplifði það sem dæmalaust hatur gagnvart gyðingum. Ásamt því vissi ég þó að þetta hatur hjá báðum aðilum væri kerfisbundið, börnum m.a. kennt að hata hvort annað í skólakerfunum. Þrátt fyrir þetta hef ég aldrei sjálf upplifað hatur gagnvart Palestínsku fólki né múslimum. Ég gerðist helfararsagnfræðingur til að reyna að skilja af hverju hörmungar helfararinnar áttu sér stað og hvað leiðir til þess að fólk taki þátt í slíkum kerfisbundnum hreinsunum á öðru fólki. Með þessa þekkingu á baki mér fór ég að kynna mér betur fréttir um Ísrael og Palestínu. Það var erfitt að fylgjast með fréttum og reyna að skilja af hverju Ísraelsstjórn stal í sífellu landsvæði af Palestínu. Á sama tíma var einnig erfitt að horfa upp á Hamas fremja ódæðisverk gegn Ísrael. Svo kom 7. október. Þá skildi ég. Ég skildi að Ísraelsstjórn myndi útrýma Palestínu, útrýma Gaza til að hefna sín fyrir ódæðisverk Hamas. Ég skildi að sýn mín á Ísrael, sem ég ólst upp við, var draumsýn…byggð á lygum. Ísraelsstjórn er stjórnað af zionistum. Zionismi er afbirgði af þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að taka yfir alla Palestínu, endurheimta gamla Ísrael og gera það að griðastað helgað gyðingum. Farsi. Þetta er farsi, hugsaði ég. Því að þetta er ekkert annað en „lebensraum“ Hitlers. Hann vildi taka yfir gömlu „þýsku“ ríkin til að gera þau að griðastað Þjóðverja. Stuttu eftir 7. október talaði Ísraelsstjórn um að flytja alla íbúa Gaza til annarra landa. Þetta er ekkert annað en Madagaskar áætlun nasista. Nasistar ætluðu að flytja alla gyðinga og aðrar „óæðri manneskjur“ til Madagaskar. Eftir að zionistar fengu mikla gagnrýni á sig fyrir þær áætlanir ákváðu þeir að breyta um stefnu. Þeir ákváðu þá að loka fyrir mannúðaraðstoð til Gaza. Zionistar hafa búið til stærstu fangabúðir heims á Gaza. Nasistarnir byggðu fyrst gettó fyrir gyðinganna og þegar það var orðið of flókið þá fluttu þeir gyðinganna í fangabúðir og loks í útrýmingarbúðir. Ég fattaði þá…Gaza hefur verið gettó í mörg ár. Eftir 7.október breyttist það í fangabúðir og í dag, þegar algjör hungursneið á sér stað, eru zionistar að breyta þeim í útrýmingarbúðir. Á sama tíma er Ísraelsstjórn kerfisbundið að rífa niður byggingar í Gaza og bjóða íbúum Ísraels að kaupa nýbyggingar á svæðinu. Nasistar tóku yfir byggingar og eigur gyðinga í löndunum sem þeir tóku yfir og gáfu Þjóðverjum, allt til að auka „lebensraum“ Þjóðverja. Ég skil núna en ég vil ekki skilja. Ég vil ekki trúa. Ég vil ekki trúa að mitt eigið fólk sé að fremja slíkan hrylling gegn öðru fólki. Það er þyngra en tárum taki að trúa þessu. Af hverju er ég að skrifa þetta? Ég skrifa þetta í von um að fólk skilji af hverju margir gyðingar eiga erfitt með að horfast í augu við hvað Ísrael er að gera. Reyna að útskýra hvernig margir upplifðu Ísrael. Hvernig áföll kynslóða blinda þig, breyta þér. Ég er tilbúin að takast á við þann sannleik að Ísraelsstjórn sé að fremja kerfisbundnar hreinsanir gegn Palestínu. Ég viðurkenni að Ísraelsstjórn hefur áður framið þjóðarmorð gagnvart Palestínu. Ég á mér enga ósk heitari en að íbúar beggja þjóða geta búið saman friðsamlega. Til þess þá þarf zionismi að hverfa á braut. Gyðingahatur á aldrei rétt á sér en gyðingahatur tengist þessum hreinsunum í Gaza og Palestínu engan veginn. Okkar forfeður, fórnarlömb helfararinnar, myndu fordæma þessar hreinsanir. Aldrei aftur þýðir aldrei aftur. Ég styð íbúa Palestínu, ég styð fólkið í Gaza. Ég fordæmi zionisma. Ég fordæmi þjóðarmorð. Höfundur er helfararsagnfræðingur og gyðingur.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun