Innlent

Eldur í yfir­gefnu húsi í Borgar­túni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Útkallið barst fyrir örskömmu.
Útkallið barst fyrir örskömmu. Vísir/Anton Brink

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna eldsvoða á horni Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í kvöld. 

Steinþór Darri Þorsteinsson hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að líklega hafi kviknað í rusli í húsinu, sem er yfirgefið. Allt tiltækt slökkvilið hafi verið kallað út. Engin meiðsl hafi orðið á fólki. 

Á tíunda tímanum staðfestir Steinþór við fréttamann að búið sé að slökkva eldinn og slökkviliðsmenn vinni að því að reykræsta húsið. Lögregla rannsaki vettvang.  

Reyk lagði yfir húsið og brunalykt fannst vel í nágrenninu. 

Slökkviliðsbíl ekið í átt frá vettvangi á Suðurlandsbraut.Vísir

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×