Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 14:31 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira