Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar 29. júlí 2025 17:02 Ímyndum okkur einstakling sem hefur glímt við alvarleg veikindi – t.d. krabbamein eða þunglyndi, en hefur síðan náð bata, snúið aftur til vinnu og lifað eðlilegu lífi árum saman. Sá einstaklingur bókar svo ferð til útlanda, borgar staðfestingargjald með Vísakorti í þeirri trú að ferðatrygging fylgi kortinu og verndi hann ef eitthvað kæmi upp á. Hann veikist því miður, þarf að hætta við ferðina og sækir um bætur út frá forfallatryggingunni. Það sem kemur hins vegar í ljós, oftast þegar neyðin er mest, er að forfallatryggingin nær alls ekki til þessa einstaklings. Af hverju? Vegna ákvæðis eins og 7.2.1 í skilmálum VÍS, þar sem segir að ekki séu greiddar bætur vegna „slysa, veikinda og sjúkdóma“ sem vátryggður hafi „þjáðst af“ og fengið læknismeðferð við síðustu 6 mánuði áður en ferð var staðfest og einnig ef viðkomandi hafi verið skráður á biðlista. Og hvað telst meðferð? Ekki bara aðgerð eða lyfjagjöf –heldur jafnvel viðtal, ráðgjöf, sjúkraþjálfun eða sérfæði. Allt er þetta skráð í sjúkraskrár og allt getur verið notað gegn vátryggingartaka þegar hann óskar eftir bótum. Það eru margir sem halda að með því einu að greiða ferð með Vísakorti sé tryggt að forfallatrygging taki gildi ef veikindi koma upp. Slagorð um „öryggi og vörn á ferðalögum“ virðast í raun aðeins gilda í orðunum einum þegar tryggingafélög beita mjög þröngri túlkun á skilmálum sínum. Nýlegt dæmi skjólstæðings míns sýnir þetta svart á hvítu. Viðkomandi hafði greitt fyrir utanlandsferð með Vísakorti (Premium korti frá Íslandsbanka) í október 2024 og var með fullgilda ferðatryggingu samkvæmt skilmálum VÍS (GT87). Í maí sl. varð hann fyrir skyndilegum veikindum sem leiddu til aðgerðar sem gera honum ókleift að fara í ferðina í september. Engu að síður synjaði VÍS um bótaskyldu og byggði á því að einstaklingurinn hafi á einhverjum tímapunkti áður hlotið læknishjálp vegna sama heilsufarsvandamáls sem var fyrir meira en fimm árum. Á þeim tíma sem ferðin var bókuð var hann hins vegar í fullri vinnu, við góða heilsu, án einkenna og ekki í neinni meðferð eða á neinum biðlista vegna aðgerðar. Það vekur upp alvarlegar spurningar þegar slík synjun byggist á óskilgreindum og mjög rúmum forsendum úr smáa letrinu. Form eyðublaða gerir illt verra Það bætir ekki úr skák að vátryggingafélög krefjast þess að læknar fylli út staðlað eyðublað sem þau hafa sjálf samið, með lokuðum svarkostum. Þegar flókin líkamleg veikindi þurfa skýringu, er það ótækt að ætla sér að „já/nei“ við spurningunni um tengsl við fyrri meðferð segi allt. Oft er rétt svar: „Já, en ekki þannig að þetta hafi verið fyrirséð eða hluti af fyrri sjúkdómi.“ Tryggingarfélagið túlkar svo slíkt svar sem fulla staðfestingu á undanþágu jafnvel án þess að skoða aðdraganda, líðan vátryggðs eða yfirlýsingu sérfræðings. Slík afstaða, þar sem vátryggingaskilmálar vinna gegn sjúklingum, gengur gegn öllum meginreglum vátryggingaréttar: að undanþágur beri að túlka þröngt og að vafi skuli metinn vátryggingartaka í hag. Öryggistilfinning sem er aðeins á pappírnum þegar reynir á Það er dapurlegt að fólk, oft eldri borgarar eða einstaklingar sem hafa loks náð bata eftir alvarleg veikindi, bóki ferð í góðri trú, borgi staðfestingargjald með korti frá bankanum sínum sem lofar ferðavernd, og svo þegar eitthvað kemur upp, þá sé þeim sagt að tryggingin nái ekki til þeirra vegna atriða sem þau héldu að væru að baki. Það væri eðlilegt að bankar sem selja slík kort og auglýsa ferðatryggingar með ákveðni hámarksvernd fyrir forföll, kynni jafnframt raunverulega takmarkanir og orði skýrt að einstaklingar sem hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma, þó þeir séu læknaðir, eigi í reynd litla sem enga tryggingu. Það er mikilvægt að öryggistilfinningin sem tryggingafélög markaðssetja sé raunveruleg, ekki aðeins á pappírnum. Þegar regluverk þróast á þann veg að upplýsingar sem skráðar eru í sjúkraskýrslum geta haft bein áhrif á möguleika fólks á greiðslu, þarf að spyrja: Gæti þetta orðið til þess að fólk forðist að leita sér hjálpar? Þessar víðtæku undanþáguklásur tryggingarfélaga eins og t.d. VÍS fela í sér að einstaklingar sem hafa á síðustu 6 mánuðum fyrir greiðslu staðfestingargjalds fengið læknishjálp eða meðferð vegna einhverra veikinda eða sjúkdóma, geta verið sviptir bótaskyldu, jafnvel þótt þessi veikindi hafi verið læknuð eða skráð sem „fyrri meðferð“. Þessi víðtæka og opna heimild fyrir túlkun tryggingafélags getur útheimt að sjúklingar, sem eru að meðhöndla veikindi, líkamleg sem andleg gætu hikað við að leita sér aðstoðar af ótta við að skráningin gæti dregið úr möguleikum á bótum síðar. Ef tryggingin er í raun aðeins fyrir þá sem hafa aldrei veikst og ekki leitað til læknis, sálfræðings, sjúkraþjálfara o.s.frv., þá er tími til kominn að segja það hreint út. Hver ber ábyrgð? Spurningin sem vaknar: Hver ber ábyrgð á því að neytendur haldi að þeir séu tryggðir, þegar þeir eru það í raun ekki? Hér þarf að koma til lagabreyting eða eftirlit með samkeppni og skilmálum tryggingarfélaga. Neytendur þurfa að vita hver áhættan er, áður en þeir treysta því að greiðsla með korti tryggi þeim endurgreiðslu ef eitthvað kemur upp á. Annars er öll þessi markaðssetning bara blekking. Höfundur er lögmaður og eigandi MAGISTRA ehf lögfræðiþjónusta og ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Ferðalög Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur einstakling sem hefur glímt við alvarleg veikindi – t.d. krabbamein eða þunglyndi, en hefur síðan náð bata, snúið aftur til vinnu og lifað eðlilegu lífi árum saman. Sá einstaklingur bókar svo ferð til útlanda, borgar staðfestingargjald með Vísakorti í þeirri trú að ferðatrygging fylgi kortinu og verndi hann ef eitthvað kæmi upp á. Hann veikist því miður, þarf að hætta við ferðina og sækir um bætur út frá forfallatryggingunni. Það sem kemur hins vegar í ljós, oftast þegar neyðin er mest, er að forfallatryggingin nær alls ekki til þessa einstaklings. Af hverju? Vegna ákvæðis eins og 7.2.1 í skilmálum VÍS, þar sem segir að ekki séu greiddar bætur vegna „slysa, veikinda og sjúkdóma“ sem vátryggður hafi „þjáðst af“ og fengið læknismeðferð við síðustu 6 mánuði áður en ferð var staðfest og einnig ef viðkomandi hafi verið skráður á biðlista. Og hvað telst meðferð? Ekki bara aðgerð eða lyfjagjöf –heldur jafnvel viðtal, ráðgjöf, sjúkraþjálfun eða sérfæði. Allt er þetta skráð í sjúkraskrár og allt getur verið notað gegn vátryggingartaka þegar hann óskar eftir bótum. Það eru margir sem halda að með því einu að greiða ferð með Vísakorti sé tryggt að forfallatrygging taki gildi ef veikindi koma upp. Slagorð um „öryggi og vörn á ferðalögum“ virðast í raun aðeins gilda í orðunum einum þegar tryggingafélög beita mjög þröngri túlkun á skilmálum sínum. Nýlegt dæmi skjólstæðings míns sýnir þetta svart á hvítu. Viðkomandi hafði greitt fyrir utanlandsferð með Vísakorti (Premium korti frá Íslandsbanka) í október 2024 og var með fullgilda ferðatryggingu samkvæmt skilmálum VÍS (GT87). Í maí sl. varð hann fyrir skyndilegum veikindum sem leiddu til aðgerðar sem gera honum ókleift að fara í ferðina í september. Engu að síður synjaði VÍS um bótaskyldu og byggði á því að einstaklingurinn hafi á einhverjum tímapunkti áður hlotið læknishjálp vegna sama heilsufarsvandamáls sem var fyrir meira en fimm árum. Á þeim tíma sem ferðin var bókuð var hann hins vegar í fullri vinnu, við góða heilsu, án einkenna og ekki í neinni meðferð eða á neinum biðlista vegna aðgerðar. Það vekur upp alvarlegar spurningar þegar slík synjun byggist á óskilgreindum og mjög rúmum forsendum úr smáa letrinu. Form eyðublaða gerir illt verra Það bætir ekki úr skák að vátryggingafélög krefjast þess að læknar fylli út staðlað eyðublað sem þau hafa sjálf samið, með lokuðum svarkostum. Þegar flókin líkamleg veikindi þurfa skýringu, er það ótækt að ætla sér að „já/nei“ við spurningunni um tengsl við fyrri meðferð segi allt. Oft er rétt svar: „Já, en ekki þannig að þetta hafi verið fyrirséð eða hluti af fyrri sjúkdómi.“ Tryggingarfélagið túlkar svo slíkt svar sem fulla staðfestingu á undanþágu jafnvel án þess að skoða aðdraganda, líðan vátryggðs eða yfirlýsingu sérfræðings. Slík afstaða, þar sem vátryggingaskilmálar vinna gegn sjúklingum, gengur gegn öllum meginreglum vátryggingaréttar: að undanþágur beri að túlka þröngt og að vafi skuli metinn vátryggingartaka í hag. Öryggistilfinning sem er aðeins á pappírnum þegar reynir á Það er dapurlegt að fólk, oft eldri borgarar eða einstaklingar sem hafa loks náð bata eftir alvarleg veikindi, bóki ferð í góðri trú, borgi staðfestingargjald með korti frá bankanum sínum sem lofar ferðavernd, og svo þegar eitthvað kemur upp, þá sé þeim sagt að tryggingin nái ekki til þeirra vegna atriða sem þau héldu að væru að baki. Það væri eðlilegt að bankar sem selja slík kort og auglýsa ferðatryggingar með ákveðni hámarksvernd fyrir forföll, kynni jafnframt raunverulega takmarkanir og orði skýrt að einstaklingar sem hafa verið með undirliggjandi sjúkdóma, þó þeir séu læknaðir, eigi í reynd litla sem enga tryggingu. Það er mikilvægt að öryggistilfinningin sem tryggingafélög markaðssetja sé raunveruleg, ekki aðeins á pappírnum. Þegar regluverk þróast á þann veg að upplýsingar sem skráðar eru í sjúkraskýrslum geta haft bein áhrif á möguleika fólks á greiðslu, þarf að spyrja: Gæti þetta orðið til þess að fólk forðist að leita sér hjálpar? Þessar víðtæku undanþáguklásur tryggingarfélaga eins og t.d. VÍS fela í sér að einstaklingar sem hafa á síðustu 6 mánuðum fyrir greiðslu staðfestingargjalds fengið læknishjálp eða meðferð vegna einhverra veikinda eða sjúkdóma, geta verið sviptir bótaskyldu, jafnvel þótt þessi veikindi hafi verið læknuð eða skráð sem „fyrri meðferð“. Þessi víðtæka og opna heimild fyrir túlkun tryggingafélags getur útheimt að sjúklingar, sem eru að meðhöndla veikindi, líkamleg sem andleg gætu hikað við að leita sér aðstoðar af ótta við að skráningin gæti dregið úr möguleikum á bótum síðar. Ef tryggingin er í raun aðeins fyrir þá sem hafa aldrei veikst og ekki leitað til læknis, sálfræðings, sjúkraþjálfara o.s.frv., þá er tími til kominn að segja það hreint út. Hver ber ábyrgð? Spurningin sem vaknar: Hver ber ábyrgð á því að neytendur haldi að þeir séu tryggðir, þegar þeir eru það í raun ekki? Hér þarf að koma til lagabreyting eða eftirlit með samkeppni og skilmálum tryggingarfélaga. Neytendur þurfa að vita hver áhættan er, áður en þeir treysta því að greiðsla með korti tryggi þeim endurgreiðslu ef eitthvað kemur upp á. Annars er öll þessi markaðssetning bara blekking. Höfundur er lögmaður og eigandi MAGISTRA ehf lögfræðiþjónusta og ráðgjöf.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun