Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 07:00 Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar