Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2025 18:31 Bjarni Mark krýnir hér Patrick Pedersen Vísir / Diego Patrick Pedersen sló markametið sem beðið hefur verið eftir í allt sumar en það fellur skuggi á það í kvöld. ÍA náði í jafntefli með ótrúlegu marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Leikurinn endaði 2-2 og Valur er með tveggja stiga forskot á toppnum en Skaginn nálgast örugga svæðið. Það var mikil spenna í loftinu fyrir leik vitandi það að markametið myndi að öllum líkindum falla í kvöld. Patrick Pedersen var kominn með 131 mark í efstu deild á Íslandi og átti bara eftir að bæta það. Valsmenn byrjuðu talsvert betur í leiknum í kvöld og fengu auk þess mikla hjálp frá Skagamönnum sem buðu þeim upp í dans trekk í trekk og var Patrick búinn að komast í tvö mjög góð færi þegar þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar Patrick fékk síðan enn eitt færið á 16. mínútu og þá lét hann ekki bjóða sér það tvisvar. Jónatan Ingi Jónsson fékk tækifæri til að hlaupa á vörn Skagamanna og var nóg pláss fyrir hann til að athafna sig. Það var einnig nóg pláss fyrir Patrick að koma sér fyrir í vítateig ÍA, leggja fyrir sig boltann og renna honum undir Árna Marínó í markinu. 132. mark Danans orðið staðreynd og hann orðinn markahæstur í sögu efstu deildar. Skagamenn vöknuðu ekki við þetta högg heldur héldu þeir áfram að bjóða Val upp á góðar stöður á sínum vallarhelming og með ólíkindum að fleiri Valsmörk hafi ekki litið dagisins ljós. Valur hélt þó alltaf áfram að þjarma að heimamönnum og koma sér í góðar stöður. Johannes Vall braut svo á Jónatani Inga innan vítateigs á 39. mínútu. Þetta var klárt víti og Patrick Pedersen fékk boltann í hendurnar, skiljanlega. Pedersen gerði engin mistök og sendi boltann upp í vinkilinn og þar með kominn með 133 mörk í efstu deild á Íslandi. Eftir það leið hálfleikurinn undir lok og heimamenn söfnuðu nokkrum gulum spjöldum. Voru orðnir mjög pirraðir. Staðan 0-2 í hálfleik og ekkert sem benti til þess að ÍA myndi ná í eitthvað út úr þessum leik. Skrípamörk telja alveg jafn mikið Valsmenn byrjuðu af svipuðum krafti og þeir byrjuðu leikinn og Skagamenn voru alveg sömu klaufarnir og í fyrr hálfleik, bjóðandi hættunni heim. Haukur Andri Haraldsson kom inn á í hálfleik fyrir heimamenn og honum fylgdi aukinn kraftur. Þegar fimm mínútur ca. voru liðnar af síðar hálfleik náðu heimamenn að klóra í bakkann. Andi Hoti tapaði boltanum hægra megin og fyrirgjöfin sem kom upp úr því fór á Johannes Vall sem átti skot í stöng, í Frederik Schram og þaðan í andlitið á Bjarna Mark Antonsyni sem reyndi að bjarga því sem bjargað varð og í markið. Skaginn kominn inn í leikinn og þeir fóru að velgja Valsmönnum undir uggum sem virtust ætla að verja fenginn hlut. ÍA náði þó ekki að skapa mikinn usla í sínum sóknum og fóru oft illa með góðar stöður. Valsmenn gerðu heiðarlega tilraun til að sigla þessu heim en reyndu þó undir lokin að ná í eitt mark í viðbót til að gulltryggja þetta. Þeim tókst það ekki en leið samt ekki illa með leikinn eins og hann hafði þróast. Ógæfan dundi hinsvegar yfir á 94. mínútu í uppbótartíma. Jón Gísli Eyland Gíslason reyndi þá fyrirgjöf sem fór í bakið á varnarmanni Vals og spýttist þaðan til Ómars Björns Stefánssonar sem fékk boltann af fítonskrafti í öxlina. Þaðan fór boltinn í rosalegan boga, yfir Frederik í markinu og í hliðarnetið innan við stöngina. Jöfnunarmark og allt ærðist á Elkem vellinum. Valsmenn voru þrumu lostnir. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að vinna en Árni Marínó varði t.a.m. vel þegar Aron Jó. komst í gott skotfæri. Skömmu síðar var flautað til leiksloka í stöðunni 2-2 og Valsmenn bættu einu stigi við forskot sitt sem er það sama og þeir höfðu fyrir umferðina. Skagamenn náðu ekki að koma sér upp fyrir KR en eru einu stigi nær örygginu sem 10. sæti færir liðum. Atvik leiksins Í þessum leik verður að velja tvö atvik. Markamet Patrick Pedersens, sem var glæsilegt atvik en jöfnunarmark Ómars skyggir þó á það. Ef Skaginn hefði ekki jafnað hefði eini söguþráður leiksins verið jöfnunarmarkið. Umgjörð og stemmning Vel mætt á Skipaskagann í kvöld af báðum fylkginum. Umgjörð Skagamanna upp á 10 og góð stemmning sem skapaðist. Stjörnur og skúrkar Ómar Björn Stefánsson er stjarna heimamanna í kvöld. Hann bjargaði stigi fyrir ÍA sem gæti talið helling í lok leiktíðar. Aðrir leikmenn ÍA voru í brasi í kvöld fannst mér. Dómarinn Gunnar Freyr Róbertsson og hans menn gerðu mjög vel í kvöld að mati undirritaðs. Hann leyfði leiknum að fljóta mjög vel og gaf spjöldin þegar á þurfti að halda. Besta deild karla ÍA Valur
Patrick Pedersen sló markametið sem beðið hefur verið eftir í allt sumar en það fellur skuggi á það í kvöld. ÍA náði í jafntefli með ótrúlegu marki á fjórðu mínútu uppbótartíma. Leikurinn endaði 2-2 og Valur er með tveggja stiga forskot á toppnum en Skaginn nálgast örugga svæðið. Það var mikil spenna í loftinu fyrir leik vitandi það að markametið myndi að öllum líkindum falla í kvöld. Patrick Pedersen var kominn með 131 mark í efstu deild á Íslandi og átti bara eftir að bæta það. Valsmenn byrjuðu talsvert betur í leiknum í kvöld og fengu auk þess mikla hjálp frá Skagamönnum sem buðu þeim upp í dans trekk í trekk og var Patrick búinn að komast í tvö mjög góð færi þegar þrjár mínútur voru búnar af leiknum. Markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar Patrick fékk síðan enn eitt færið á 16. mínútu og þá lét hann ekki bjóða sér það tvisvar. Jónatan Ingi Jónsson fékk tækifæri til að hlaupa á vörn Skagamanna og var nóg pláss fyrir hann til að athafna sig. Það var einnig nóg pláss fyrir Patrick að koma sér fyrir í vítateig ÍA, leggja fyrir sig boltann og renna honum undir Árna Marínó í markinu. 132. mark Danans orðið staðreynd og hann orðinn markahæstur í sögu efstu deildar. Skagamenn vöknuðu ekki við þetta högg heldur héldu þeir áfram að bjóða Val upp á góðar stöður á sínum vallarhelming og með ólíkindum að fleiri Valsmörk hafi ekki litið dagisins ljós. Valur hélt þó alltaf áfram að þjarma að heimamönnum og koma sér í góðar stöður. Johannes Vall braut svo á Jónatani Inga innan vítateigs á 39. mínútu. Þetta var klárt víti og Patrick Pedersen fékk boltann í hendurnar, skiljanlega. Pedersen gerði engin mistök og sendi boltann upp í vinkilinn og þar með kominn með 133 mörk í efstu deild á Íslandi. Eftir það leið hálfleikurinn undir lok og heimamenn söfnuðu nokkrum gulum spjöldum. Voru orðnir mjög pirraðir. Staðan 0-2 í hálfleik og ekkert sem benti til þess að ÍA myndi ná í eitthvað út úr þessum leik. Skrípamörk telja alveg jafn mikið Valsmenn byrjuðu af svipuðum krafti og þeir byrjuðu leikinn og Skagamenn voru alveg sömu klaufarnir og í fyrr hálfleik, bjóðandi hættunni heim. Haukur Andri Haraldsson kom inn á í hálfleik fyrir heimamenn og honum fylgdi aukinn kraftur. Þegar fimm mínútur ca. voru liðnar af síðar hálfleik náðu heimamenn að klóra í bakkann. Andi Hoti tapaði boltanum hægra megin og fyrirgjöfin sem kom upp úr því fór á Johannes Vall sem átti skot í stöng, í Frederik Schram og þaðan í andlitið á Bjarna Mark Antonsyni sem reyndi að bjarga því sem bjargað varð og í markið. Skaginn kominn inn í leikinn og þeir fóru að velgja Valsmönnum undir uggum sem virtust ætla að verja fenginn hlut. ÍA náði þó ekki að skapa mikinn usla í sínum sóknum og fóru oft illa með góðar stöður. Valsmenn gerðu heiðarlega tilraun til að sigla þessu heim en reyndu þó undir lokin að ná í eitt mark í viðbót til að gulltryggja þetta. Þeim tókst það ekki en leið samt ekki illa með leikinn eins og hann hafði þróast. Ógæfan dundi hinsvegar yfir á 94. mínútu í uppbótartíma. Jón Gísli Eyland Gíslason reyndi þá fyrirgjöf sem fór í bakið á varnarmanni Vals og spýttist þaðan til Ómars Björns Stefánssonar sem fékk boltann af fítonskrafti í öxlina. Þaðan fór boltinn í rosalegan boga, yfir Frederik í markinu og í hliðarnetið innan við stöngina. Jöfnunarmark og allt ærðist á Elkem vellinum. Valsmenn voru þrumu lostnir. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að vinna en Árni Marínó varði t.a.m. vel þegar Aron Jó. komst í gott skotfæri. Skömmu síðar var flautað til leiksloka í stöðunni 2-2 og Valsmenn bættu einu stigi við forskot sitt sem er það sama og þeir höfðu fyrir umferðina. Skagamenn náðu ekki að koma sér upp fyrir KR en eru einu stigi nær örygginu sem 10. sæti færir liðum. Atvik leiksins Í þessum leik verður að velja tvö atvik. Markamet Patrick Pedersens, sem var glæsilegt atvik en jöfnunarmark Ómars skyggir þó á það. Ef Skaginn hefði ekki jafnað hefði eini söguþráður leiksins verið jöfnunarmarkið. Umgjörð og stemmning Vel mætt á Skipaskagann í kvöld af báðum fylkginum. Umgjörð Skagamanna upp á 10 og góð stemmning sem skapaðist. Stjörnur og skúrkar Ómar Björn Stefánsson er stjarna heimamanna í kvöld. Hann bjargaði stigi fyrir ÍA sem gæti talið helling í lok leiktíðar. Aðrir leikmenn ÍA voru í brasi í kvöld fannst mér. Dómarinn Gunnar Freyr Róbertsson og hans menn gerðu mjög vel í kvöld að mati undirritaðs. Hann leyfði leiknum að fljóta mjög vel og gaf spjöldin þegar á þurfti að halda.