Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 07:01 Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun