Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar 9. ágúst 2025 13:00 Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Málefni trans fólks Gleðigangan Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun