Lífið

Leifur Andri og Hug­rún trú­lofuð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Leifur og Hugrún byrjuðu saman árið 2023.
Leifur og Hugrún byrjuðu saman árið 2023. Instagram

Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eru trúlofuð. Frá þessu greinir Hugrún í einlægri færslu á Instagram. 

„Ævintýrið er rétt að byrja, hlakka til lífsins með þér,“ skrifar Hugrún við færsluna og birti fallega myndaseríu af þeim hjúum og trúlofunarhringnum.

Auk þess deildi hún textabút á ensku úr laginu Thinking Out Loud eftir tónlistarmanninn Ed Sheeran þar sem inntak lagsins er ást sem stenst tímans tönn. 

„Until we’re 70. Dancing with me. Just passing the time. With you right by my side.“ 

Hér að neðan má heyra lagið í fullri lengd. 

Leifur og Hugrún opinberuðu samband sitt árið 2023. Parið eiga saman eina stúlku, Erlu Margréti, sem er eins árs.


Tengdar fréttir

Leifur og Hugrún orðin foreldrar

Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eignuðust stúlku síðastliðinn föstudag. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Leifur Andri og Hugrún eiga von á „litlu ljóni“

Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórnarmeðlimur FKA, eiga vona á sínu fyrsta barni saman. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.