Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2025 13:26 Handritshópur Áramótaskaupsins og leikstjórarnir tveir. Allan Sigurðsson og Hanners Þór Arason munu sjá um að leikstýra Áramótaskaupinu í ár og reyndir grínarar skipa handritshópinn: Anna Svava Knútsdóttir, Björn Bragi Arnarson, Jón Jónsson, Karen Björg Eyfjörð og Ólafur Ásgeirsson. Allan og Hannes framleiða Skaupið undir merkjum Atlavíkur, sem þeir eiga og reka ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og fyrrverandi markverði. Síðustu ár hafa þeir framleitt og leikstýrt fjölbreyttum sjónvarpsþáttum, til dæmis Iceguys, Bannað að hlæja, Alheimsdraumnum og Systraslag. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason standa að baki Atlavík sem hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta á síðustu árum. „Það hefur verið hálfgerður draumur hjá okkur leikstjórunum að fá að leikstýra Áramótaskaupinu og er því kominn mikill fiðringur í okkur að fá að takast á við þetta spennandi verkefni,“ segir Allan Sigurðsson, annar leikstjóri Skaupsins í ár. Handritshópinn í ár skipa reynsluboltar í gríni úr ólíkum áttum. Þrjú þeirra hafa komið að skrifum skaupsins áður en tveir eru nýliðar. Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, hefur komið að skrifum á Skaupinu fimm sinnum áður auk skrifa á Ligeglad og Eurogarðinum. Þá var Karen Björg Eyfjörð, uppistandari og handritshöfundur, í höfundateymi Skaupsins árið 2023 og hefur komið að skrifum þátta á borð við Venjulegt fólk og Kennarastofuna auk Brjáns sem hefur göngu sína á Sýn í september. Ólafur Ásgeirsson var í höfundateymi Skaupsins í fyrra og er einn höfunda vinsælu sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Nýliðarnir tveir hafa áður komið að uppistandi og gríni í sjónvarpi. Björn Bragi Arnarson, uppistandari og sjónvarpsmaður, hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Kviss á Stöð 2 og Jón Jónsson leikari, uppistandari og tónlistarmaður, hefur verið hluti af skrifteymi fyrir Iceguys auk þess að koma fram í uppistandinu Púðursykur. Áramótaskaupið Grín og gaman Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26 Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Svona munu Lækjartorg, Hlemmur og Káratorg líta út Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Allan og Hannes framleiða Skaupið undir merkjum Atlavíkur, sem þeir eiga og reka ásamt Hannesi Þór Halldórssyni, leikstjóra og fyrrverandi markverði. Síðustu ár hafa þeir framleitt og leikstýrt fjölbreyttum sjónvarpsþáttum, til dæmis Iceguys, Bannað að hlæja, Alheimsdraumnum og Systraslag. Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason standa að baki Atlavík sem hefur framleitt fjölda sjónvarpsþátta á síðustu árum. „Það hefur verið hálfgerður draumur hjá okkur leikstjórunum að fá að leikstýra Áramótaskaupinu og er því kominn mikill fiðringur í okkur að fá að takast á við þetta spennandi verkefni,“ segir Allan Sigurðsson, annar leikstjóri Skaupsins í ár. Handritshópinn í ár skipa reynsluboltar í gríni úr ólíkum áttum. Þrjú þeirra hafa komið að skrifum skaupsins áður en tveir eru nýliðar. Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og uppistandari, hefur komið að skrifum á Skaupinu fimm sinnum áður auk skrifa á Ligeglad og Eurogarðinum. Þá var Karen Björg Eyfjörð, uppistandari og handritshöfundur, í höfundateymi Skaupsins árið 2023 og hefur komið að skrifum þátta á borð við Venjulegt fólk og Kennarastofuna auk Brjáns sem hefur göngu sína á Sýn í september. Ólafur Ásgeirsson var í höfundateymi Skaupsins í fyrra og er einn höfunda vinsælu sýningarinnar Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar. Nýliðarnir tveir hafa áður komið að uppistandi og gríni í sjónvarpi. Björn Bragi Arnarson, uppistandari og sjónvarpsmaður, hefur stýrt sjónvarpsþáttunum Kviss á Stöð 2 og Jón Jónsson leikari, uppistandari og tónlistarmaður, hefur verið hluti af skrifteymi fyrir Iceguys auk þess að koma fram í uppistandinu Púðursykur.
Áramótaskaupið Grín og gaman Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26 Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Svona munu Lækjartorg, Hlemmur og Káratorg líta út Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Þetta eru höfundar Áramótaskaupsins 2024 Höfundar Áramótaskaupsins 2024 verða þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Friðgeir Einarsson, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson, Hugleikur Dagsson og María Reyndal sem einnig er leikstjóri og yfirhandritshöfundur. 18. október 2024 11:26