Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2025 15:44 Foreldrar barna á Múlaborg hafa verið boðaðir á fund á morgun. Vísir/Anton Brink Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. Hrund Þórisdóttir verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að flýta fjórum upplýsingafundum, sem boðaðir voru á mánudag, og fara þeir fram á morgun. Það er gert að beiðni foreldra um að flýta fundinum. Foreldrum barna í leikskólanum verður skipt niður í fjóra hópa. Áfram verði unnið mjög ítarlega að því að upplýsa þá um stöðu mála í samráði við lögreglu og barnavernd. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir í samtali við fréttstofu að á fundinum verði starfsfólk Múlaborgar, fulltrúar skóla- og frístundasviðs, lögregla, barnavernd, starfsmenn Barnahúss og starfsfólk velferðarsviðs. Jafnframt fá foreldrar barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum að sækja fund. Fyrstu fundir fara fram í fyrramálið og gert er ráð fyrir að þeir standi fram eftir degi. Greint var frá því í gær að leikskólastarfsmaður á Múlaborg hafi verið handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald daginn eftir vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á barni á leikskólanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað brotið. Barnið hafði sjálft leitað til foreldra sinna á þriðjudag, sem gerðu lögreglu viðvart. Til rannsóknar er hvort brotin hafi verið nokkur, hvort brotið hafi verið á fleiri börnum og hvort hluti brotanna sé rafrænn. Fréttin var uppfærð með ítarlegri upplýsingum klukkan 18:06. Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Hrund Þórisdóttir verkefnastjóri miðlunar hjá Reykjavíkurborg segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að flýta fjórum upplýsingafundum, sem boðaðir voru á mánudag, og fara þeir fram á morgun. Það er gert að beiðni foreldra um að flýta fundinum. Foreldrum barna í leikskólanum verður skipt niður í fjóra hópa. Áfram verði unnið mjög ítarlega að því að upplýsa þá um stöðu mála í samráði við lögreglu og barnavernd. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar segir í samtali við fréttstofu að á fundinum verði starfsfólk Múlaborgar, fulltrúar skóla- og frístundasviðs, lögregla, barnavernd, starfsmenn Barnahúss og starfsfólk velferðarsviðs. Jafnframt fá foreldrar barna sem eru útskrifaðir af leikskólanum að sækja fund. Fyrstu fundir fara fram í fyrramálið og gert er ráð fyrir að þeir standi fram eftir degi. Greint var frá því í gær að leikskólastarfsmaður á Múlaborg hafi verið handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald daginn eftir vegna gruns um að hann hafi brotið kynferðislega á barni á leikskólanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað brotið. Barnið hafði sjálft leitað til foreldra sinna á þriðjudag, sem gerðu lögreglu viðvart. Til rannsóknar er hvort brotin hafi verið nokkur, hvort brotið hafi verið á fleiri börnum og hvort hluti brotanna sé rafrænn. Fréttin var uppfærð með ítarlegri upplýsingum klukkan 18:06.
Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45 „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. 15. ágúst 2025 18:45
„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40
Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25