Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 10:45 Aðeins tréstofnarnir standa eftir. Vísir/Magnús Hlynur Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni. Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni.
Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira