Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 12:02 Kristrún Frostadóttir segir utanríkisráðherra sé skoða frekari aðgerðir gagnvart Ísrael. Lögð hafi verið áhersla á að aðgerðir Íslands hafi mest áhrif í samfloti með öðrum þjóðum. Vísir/Anton/Getty Sameinuðu þjóðirnar lýstu í morgun yfir hungursneyð á Gasa og er talið að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust en að frekari aðgerðir séu í skoðun í utanríkisráðuneytinu. Hungursneyð var lýst yfir á Gasa í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir hungursneyð í Miðausturlöndum. Samkvæmt kvarða IPC, sem er samvinnuvettvangur Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana, ríkir hungursneyð þegar aðgangur að mat er verulega skertur fyrir 20% íbúa, yfir 30% barna þjáist af vannæringu og fjöldi látinna á dag eru fleiri en tveir af hverjum tíu þúsund íbúum. Í skýrslu IPC kemur fram að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Sýnar að yfir 80% þeirra sem látist hafa á Gasa séu almennir borgarar en það kom fram í leynilegum gögnum ísraelska hersins sem lekið var til fjölmiðla. „Erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að refsiaðgerðir gagnvart Ísrael hafi verið til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. „Það eru auðvitað hörmungar að ganga yfir núna á Gasasvæðinu. Það er svo sem ekki nýtt en þetta hefur stigmagnast á undanförnum vikum og mánuðum og við erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða að ég tel,“ sagði Kristrún í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir að hungursneyð var lýst yfir í morgun hafa Sameinuðu þjóðirnar biðlað til Ísraela um vopnahlé svo hægt sé að koma hjálpargögnum til íbúa. Tom Fletcher, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í neyðaraðstoð, segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hungursneyð ef ekki væri fyrir kerfisbundnar hindranir Ísraela. „Það er orðið of seint fyrir alltof marga en ekki alla á Gasa. Þetta orðið of mikið fyrir allt mannkynið. Hleypið okkur inn,“ sagði hann á blaðamannafundi í morgun. „Ákveðin lönd sem hafa meiri áhrif en við en Ísraelsmenn hlusta ekki á“ Forsætisráðherra segir Ísland hafa gert fjölmargt nú þegar en ef refsiaðgerðir eða þvinganir eigi að hafa alvöru áhrif þá skipti máli að slíkt sé gert með öðrum þjóðum. „Ég hef sagt það áður og get sagt það hér að ég held að alþjóðasamfélagið sé orðið hálf ráðalaust í þessu máli og þetta er orðið mjög alvarlegt. Almenningur í öllum löndum sé að horfa upp á þetta án fullnægjandi aðgerða.“ Þrýstingur eyskt nú á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael sem hefur hafnað tvíhliða samkomulagi á milli Ísrael og Palestínu en Ísraelsmenn hafa sagst ætla að gjöreyða Gasaborg. Kristrún segir ríkisstjórnina hafa beitt sér í þeim málum sem hún telji sig hafa svigrúm til að gera. „Það eru auðvitað ákveðin lönd þarna sem hafa meiri áhrif en við en meira að segja Ísraelsmenn hlusta ekki á. Þetta er bara mjög alvarlegt ástand en við erum að gera það sem við getum. Við viljum vera í samfloti með öðrum þjóðum en ég veit að utanríkisráðherra er að skoða alvarlega frekari aðgerðir,“ sagði Kristrún Frostadóttit forsætisráðherra. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. 21. ágúst 2025 18:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Hungursneyð var lýst yfir á Gasa í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir hungursneyð í Miðausturlöndum. Samkvæmt kvarða IPC, sem er samvinnuvettvangur Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana, ríkir hungursneyð þegar aðgangur að mat er verulega skertur fyrir 20% íbúa, yfir 30% barna þjáist af vannæringu og fjöldi látinna á dag eru fleiri en tveir af hverjum tíu þúsund íbúum. Í skýrslu IPC kemur fram að hálf milljón manna sé í hættu á að deyja úr hungri. Í gær var greint frá því í kvöldfréttum Sýnar að yfir 80% þeirra sem látist hafa á Gasa séu almennir borgarar en það kom fram í leynilegum gögnum ísraelska hersins sem lekið var til fjölmiðla. „Erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að refsiaðgerðir gagnvart Ísrael hafi verið til skoðunar í utanríkisráðuneytinu. „Það eru auðvitað hörmungar að ganga yfir núna á Gasasvæðinu. Það er svo sem ekki nýtt en þetta hefur stigmagnast á undanförnum vikum og mánuðum og við erum komin á þann stað að það þarf að fara að grípa til frekari aðgerða að ég tel,“ sagði Kristrún í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir að hungursneyð var lýst yfir í morgun hafa Sameinuðu þjóðirnar biðlað til Ísraela um vopnahlé svo hægt sé að koma hjálpargögnum til íbúa. Tom Fletcher, yfirmaður Sameinuðu þjóðanna í neyðaraðstoð, segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hungursneyð ef ekki væri fyrir kerfisbundnar hindranir Ísraela. „Það er orðið of seint fyrir alltof marga en ekki alla á Gasa. Þetta orðið of mikið fyrir allt mannkynið. Hleypið okkur inn,“ sagði hann á blaðamannafundi í morgun. „Ákveðin lönd sem hafa meiri áhrif en við en Ísraelsmenn hlusta ekki á“ Forsætisráðherra segir Ísland hafa gert fjölmargt nú þegar en ef refsiaðgerðir eða þvinganir eigi að hafa alvöru áhrif þá skipti máli að slíkt sé gert með öðrum þjóðum. „Ég hef sagt það áður og get sagt það hér að ég held að alþjóðasamfélagið sé orðið hálf ráðalaust í þessu máli og þetta er orðið mjög alvarlegt. Almenningur í öllum löndum sé að horfa upp á þetta án fullnægjandi aðgerða.“ Þrýstingur eyskt nú á Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael sem hefur hafnað tvíhliða samkomulagi á milli Ísrael og Palestínu en Ísraelsmenn hafa sagst ætla að gjöreyða Gasaborg. Kristrún segir ríkisstjórnina hafa beitt sér í þeim málum sem hún telji sig hafa svigrúm til að gera. „Það eru auðvitað ákveðin lönd þarna sem hafa meiri áhrif en við en meira að segja Ísraelsmenn hlusta ekki á. Þetta er bara mjög alvarlegt ástand en við erum að gera það sem við getum. Við viljum vera í samfloti með öðrum þjóðum en ég veit að utanríkisráðherra er að skoða alvarlega frekari aðgerðir,“ sagði Kristrún Frostadóttit forsætisráðherra.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. 21. ágúst 2025 18:45 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Áttatíu og þrjú prósent þeirra sem hafa verið drepin á Gasa voru almennir borgarar. Þetta sýna tölur úr leynilegum gögnum ísraelska hersins, sem hefur verið lekið til fjölmiðla. Utanríkisráðherra Íslands segir einhliða hernað Ísraela kominn út fyrir öll mörk. 21. ágúst 2025 18:45