Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Siggeir Ævarsson skrifar 23. ágúst 2025 19:00 Soccer friendly - FC Barcelona vs Como 1907 epa12292902 Barcelona's players Lamine Yamal (R) and Robert Lewandowski (L) prior to the friendly soccer match between FC Barcelona and Como 1907 at Johann Cruyff stadium, Sant Joan Despi, Catalonia, Spain, 10 August 2025. EPA/Quique Garcia Spánarmeistarar Barcelona sóttu nýliða Levante heim í kvöld en meistararnir þurftu að hafa töluvert fyrir sigrinum. Levante komst í 2-0 í fyrri hálfleik þrátt fyrir að komast varla í sókn. Gestirnir frá Barcelona voru mun sterkari aðilinn í leiknum en tókst einfaldlega ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Pedri braut svo ísinn á 49. mínútu eftir undirbúning frá Yamal og strax þremur mínútum seinna jafnaði Ferran Torres metin. Tölfræðin úr þessum leik er með ólíkindum en Barcelona var 82 prósent með boltann og átti 26 marktilraunir. Það þurfti svo klauflegt sjálfsmark til í lokin til að tryggja gestunum stigin þrjú þegar Unai Elguezabal skallaði boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Yamal. Þrátt fyrir að sigurinn hafi staðið tæpt og fæðingin verið löng og erfið má kannski segja að þetta hafi allt verið eftir áætlun en þetta var fjórði deildarleikurinn í röð sem Börsungar vinna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Barcelona have won their last four La Liga games when trailing by two goals:Atleti (4-2)Celta Vigo (4-3)Real Madrid (4-3)Levante (3-2)Remontada kings 🔥 pic.twitter.com/wVco0WL7Q2— B/R Football (@brfootball) August 23, 2025 Spænski boltinn Fótbolti
Spánarmeistarar Barcelona sóttu nýliða Levante heim í kvöld en meistararnir þurftu að hafa töluvert fyrir sigrinum. Levante komst í 2-0 í fyrri hálfleik þrátt fyrir að komast varla í sókn. Gestirnir frá Barcelona voru mun sterkari aðilinn í leiknum en tókst einfaldlega ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Pedri braut svo ísinn á 49. mínútu eftir undirbúning frá Yamal og strax þremur mínútum seinna jafnaði Ferran Torres metin. Tölfræðin úr þessum leik er með ólíkindum en Barcelona var 82 prósent með boltann og átti 26 marktilraunir. Það þurfti svo klauflegt sjálfsmark til í lokin til að tryggja gestunum stigin þrjú þegar Unai Elguezabal skallaði boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Yamal. Þrátt fyrir að sigurinn hafi staðið tæpt og fæðingin verið löng og erfið má kannski segja að þetta hafi allt verið eftir áætlun en þetta var fjórði deildarleikurinn í röð sem Börsungar vinna eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Barcelona have won their last four La Liga games when trailing by two goals:Atleti (4-2)Celta Vigo (4-3)Real Madrid (4-3)Levante (3-2)Remontada kings 🔥 pic.twitter.com/wVco0WL7Q2— B/R Football (@brfootball) August 23, 2025