Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir skrifa 26. ágúst 2025 07:30 Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 15. ágúst síðastliðinn birtust fyrstu fjölmiðlafréttir um meint kynferðisbrot starfsmanns við leikskólann Múlaborg í Ármúlanum í Reykjavík gagnvart ungu barni sem sækir nám við skólann. Þetta er afar viðkvæmt mál sem enn er í lögreglurannsókn en meintur gerandi hefur nú sætt gæsluvarðhaldi í um tvær vikur. Það er að öllu jöfnu ósmekklegt og óheppilegt að gera mál af þessu tagi að pólitísku bitbeini. Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, höfum hvorki viljað hafa bein afskipti af málinu, né farið fram á upplýsingar er lúta að rannsóknarhagsmunum þess. En vegna hraðrar atburðarrásar, sem hafði í för með sér streymi fjölda óþægilegra upplýsinga, fórum við eigi að síður, þess á leit, þriðjudaginn 19. ágúst síðastliðinn, að haldinn yrði aukafundur í ráðinu svo hægt yrði að upplýsa fulltrúa þess um málið, að því marki sem rannsóknarhagsmunir gátu gefið færi á. Farið var fram á slíkan fund í ljósi þess að skóla- og frístundaráð ber á endanum ábyrgð á leikskólum borgarinnar og fer með eftirlitsskyldu gagnvart starfsemi þeirra. Ekki var fallist á þessa beiðni okkar. En núna hafa hins vegar verið haldnir fundir í borgarkerfinu með kjörnum fulltrúum, annars vegar í borgarráði, fimmtudaginn 21. ágúst, og hins vegar í skóla- og frístundaráði, mánudaginn 25. ágúst. Við, sem fulltrúar stjórnmálaflokks í minnihluta borgarstjórnar, erum því betur upplýstir um málavexti og viðbrögð borgarinnar. Hver er lærdómurinn? Við teljum það ekki hafa verið málinu til framdráttar þegar borgarstjóri mætti í Kastljósviðtal þriðjudaginn 19. ágúst til að ræða þetta viðkvæma mál á því stigi sem það var þá. Eðlilegra hefði verið að fagaðili í embættiskerfinu hefði staðið þá vakt, til að tryggja ábyrga upplýsingagjöf og firra málið pólitískum keiluslætti. Það kom reyndar á daginn að málflutningur borgarstjóra var ekki til þess fallinn að efla traust á viðbrögðum borgarkerfisins. Það er miður, því flest bendir til þess að skóla- og frístundasvið hafi á heildina litið staðið vaktina vel í þessu viðkvæma og vandasama máli. Núna skiptir hins vegar mestu máli að vinna faglega úr stöðunni, fara ítarlega yfir viðbrögð og viðbragðsferla, og leita allra leiða til að auka öryggistilfinningu leikskóla- og grunnskólabarna sem og aðstandenda þeirra. Það er jafnframt mikilvægt að efla traust á starfi leikskólanna í borginni, enda full ástæða til að ætla að langflestir starfsmenn þeirra séu að vinna af heilindum og fagmennsku í þágu barnanna. Pólitísk þrætuepli og upphrópanir auka hvorki öryggi leikskólabarna, né traust á starfi leikskólanna. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun