Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 16:00 Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Tryggingar Félagsmál Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun