Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Jón Þór Stefánsson skrifar 29. ágúst 2025 06:31 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að meint brot mannsins hafi verið framin frá árinu 2020 til 2023. Maðurinn hafi misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart barninu, traust hennar og trúnað. Ekki kemur fram hvernig maðurinn og barnið tengjast. Hann er sagður hafa ítrekað og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð barnsins. Hann er ákærður fyrir að „snerta kynfæri hennar með fingrum sínum og hafa við hana önnur kynferðismök en samræði með því að setja fingur í leggöng hennar“. Þegar meint brot eiga að hafa verið framin var barnið tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vörslu á miklu magni efnis sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Samkvæmt ákæru lagði lögregla hald á fartölvu við húsleit á heimili mannsins sem innihélt 330 ljósmyndir og 52 kvikmyndir af þessu tagi, USB-minnislykil sem innihélt eina ljósmynd og 131 kvikmyndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum og annað af því tagi. Þá munu tvær fartölvur til viðbótar hafa fundist sem hvor um sig innihélt þrjár ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Þess er krafist fyrir hönd móður barnsins að maðurinn greiði fjórar milljónir króna í miskabætur. Það er Héraðssaksóknari sem höfðar málið og verður það tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að meint brot mannsins hafi verið framin frá árinu 2020 til 2023. Maðurinn hafi misnotað yfirburðastöðu sína gagnvart barninu, traust hennar og trúnað. Ekki kemur fram hvernig maðurinn og barnið tengjast. Hann er sagður hafa ítrekað og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð barnsins. Hann er ákærður fyrir að „snerta kynfæri hennar með fingrum sínum og hafa við hana önnur kynferðismök en samræði með því að setja fingur í leggöng hennar“. Þegar meint brot eiga að hafa verið framin var barnið tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er einnig ákærður fyrir vörslu á miklu magni efnis sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Samkvæmt ákæru lagði lögregla hald á fartölvu við húsleit á heimili mannsins sem innihélt 330 ljósmyndir og 52 kvikmyndir af þessu tagi, USB-minnislykil sem innihélt eina ljósmynd og 131 kvikmyndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum og annað af því tagi. Þá munu tvær fartölvur til viðbótar hafa fundist sem hvor um sig innihélt þrjár ljósmyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Þess er krafist fyrir hönd móður barnsins að maðurinn greiði fjórar milljónir króna í miskabætur. Það er Héraðssaksóknari sem höfðar málið og verður það tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira