Lífið

Trú­lofuð en ekki búin að flytja inn saman

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Taylor Swift og Travis Kelce hafa verið saman fra haustinu 2023.
Taylor Swift og Travis Kelce hafa verið saman fra haustinu 2023. EPA

Poppstjarnan Taylor Swift og NFL-kappinn Travis Kelce trúlofuðu sig á dögunum eftir tveggja ára samband og eru byrjuð að plana brúðkaupið. Eitt eiga þó enn eftir að gera: flytja inn saman.

Dægurmiðillinn TMZ, sem er þekktur fyrir örugga heimildarmenn, segir „ofurparið enn ekki búa saman“ og að „heimildarmenn með beina tengingu“ við parið segja að „það sé ekkert sameiginlegt ástarhreiður í bígerð“.

Það er skiljanlegt að parið hafi ekki enn náð að koma sér upp sameiginlegri íbúð í ljósi þess að þau eru bæði með þétta dagskrá sem inniheldur mikið af ferðalögum, hún með Eras-tónleikaferðalagið, sem hefur varað stóran hluta sambands þeirra, og hann sem NFL-leikmaður.

Heimildarmaður fréttamiðilsins Us Weekly sagði um parið: „Þau vilja algjörlega fjölskyldu, draumurinn þeirra er að eignast börn.“

Þá greindi Us Weekly einnig frá því að parið væri ekki búið að ákveða hvar þau hygðust stofna til fjölskyldu en hafi verið að skoða sig um. Annar dægurmiðill, Page Six, heldur því fram að parið væri að skoða 18 milljón dala villu í Ohio-ríki nálægt heimabæ Kelce, Cleveland Heights.


Tengdar fréttir

Taylor Swift trúlofuð

Poppsöngkonan Taylor Swift er trúlofuð íþróttamanninum Travis Kelce.

Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans

Taylor Swift tilkynnti tólftu plötu sína, The Life of a Showgirl, eftir að hafa birt dularfulla niðurtalningu á heimasíðu sinni. Swift greindi frá plötunni í stiklu fyrir nýjasta hlaðvarpsþátt Travis og Jason Kelce sem birtist í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.