„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. september 2025 09:18 Henrik Sass Larsen er fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur. Vísir/Getty Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna. Fram kemur í umfjöllun TV 2 að löng röð hafi myndast við dómshúsið í Kaupmannahöfn í morgun en dómshald fer fram í einum stærsta sal réttarins. Mikill áhugi er á málinu meðal danskra fjölmiðla sem og almennings en stærstu fjölmiðlar landsins halda úti beinni textalýsingu af því sem fram fer í réttarsal í dag. Ljósmynd af umræddri dúkku er meðal gagna málsins sem sýnd var í dómsal í morgun. Sjá einnig: Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fram kom í máli saksóknara að ljóst væri að dúkkan væri af barni, ekki eldra en tveggja eða þriggja ára. Ekki færi á milli mála til hvers hún væri ætluð, en á henni er op á milli leggja. Dúkkan fannst í þvottakörfu á heimili Sass Larsen. Búist er við að niðurstaða dómsins verði kunngjörð síðdegis en saksóknari fer fram á að minnsta kosti fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi yfir Sass Larsen. Málsvörn hans byggist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. Henrik Sass Larsen var þingmaður fyrir Sósíaldemókrata í Danmörku í nítján ár, frá árinu 2000 til 2019. Hann gegndi meðal annars embætti þingflokksformanns og var viðskiptaráðherra í tvö ár frá 2013 til 2015. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun TV 2 að löng röð hafi myndast við dómshúsið í Kaupmannahöfn í morgun en dómshald fer fram í einum stærsta sal réttarins. Mikill áhugi er á málinu meðal danskra fjölmiðla sem og almennings en stærstu fjölmiðlar landsins halda úti beinni textalýsingu af því sem fram fer í réttarsal í dag. Ljósmynd af umræddri dúkku er meðal gagna málsins sem sýnd var í dómsal í morgun. Sjá einnig: Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fram kom í máli saksóknara að ljóst væri að dúkkan væri af barni, ekki eldra en tveggja eða þriggja ára. Ekki færi á milli mála til hvers hún væri ætluð, en á henni er op á milli leggja. Dúkkan fannst í þvottakörfu á heimili Sass Larsen. Búist er við að niðurstaða dómsins verði kunngjörð síðdegis en saksóknari fer fram á að minnsta kosti fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi yfir Sass Larsen. Málsvörn hans byggist meðal annars á því að hann hafi haft myndefnið í fórum sínum til að rannsaka ofbeldi sem hann hafi sjálfur orðið fyrir sem barn. Henrik Sass Larsen var þingmaður fyrir Sósíaldemókrata í Danmörku í nítján ár, frá árinu 2000 til 2019. Hann gegndi meðal annars embætti þingflokksformanns og var viðskiptaráðherra í tvö ár frá 2013 til 2015.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira