Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Unnur Sverrisdóttir og Vigdís Jónsdóttir skrifa 2. september 2025 09:02 Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun