Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 17:33 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta landsins. Getty/Diego Herrera Carcedo Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira