Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 5. september 2025 08:02 Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lúðvíksdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar