Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 5. september 2025 08:02 Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lúðvíksdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar