Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar 5. september 2025 10:03 Nú er efnt til þjóðfundar á nokkrum stöðum á landinu laugardaginn 6. sept. kl. 14 undir heitinu Þjóð gegn þjóðarmorði. Sem kristinn maður er ég feginn að Þjóðkirkjan skuli taka formlegan þátt. Forsendur kirkjunnar geta á köflum virkað loftkenndar en þær eru ekki úr lausu lofti gripnar heldur eru þær brýnn þáttur í langtímaminni mannkyns. Það vaknar enginn upp á nóttunni við hjartslátt og kaldann svita með áhyggjur af Guði. Á öllum öldum hefur fólk haft áhyggjur af eigin kjörum og afdrifum. Mannshjörtun hræðast og stóru spurningarnar sem liggja á fólki eru jafnan þessar: Hvað er að gerast? Hver er ég í því samhengi? Hvernig er best að bjarga sér? Um þessar áhyggjur fjallar trúin. Auðvitað. Rauðir þræðir Greina má rauða þræði í Biblíunni sem lýsa heiminum og því sem þar er á seyði. Jafn framt er dregin upp vissa mynd af manninum, hver hann er. Loks eru skoðaðar ýmsar vinnutilgátur í lífsbaráttunni. Við þurfum ekki að samþykkja það sem þar er tjáð en það væri galið að skauta fram hjá því og kynna sér það ekki. Af heiminum er það helst að frétta, samkvæmt ritningunum, að hann sé undraverð smíð sem beri skapara sínum vitni. Fegurð hans er ólýsanleg í fjölbreytileika sínum og umfangi.[1] Guð er sagður eiga heiminn og elska hann.[2] Um manninn er það að segja að hann er þátttakandi í undri lífsins. Auk þess ber hann sérstaka ábyrgð umfram önnur lífsform sem nokkurs konar ráðsmaður Guðs í sköpunarverkinu.[3] Ýmsar vinnutilgátur eru til skoðunar í stórsögu Biblíunnar sem varða lífsbaráttu manna. Þrjár fá klára falleinkun. Ein stendur eftir. Þrjár mislukkaðar vinnutilgátur Um þá fyrstu er m.a. sagan af Nóa. Mönnum fjölgaði á jörðinni og Drottinn sá að illska þeirra var orðin mikil og að allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills.[4] Þá grípur Guð til þess örþrifaráðs að drekkja öllu lífi í ægilegu flóði í þeirri von að endurræsa tilveruna með fulltingi Nóa og hans allra nánasta fólks. Við munum sönginn. Nói var jú guðhræddur og vís. Í sögulok kemur þó í ljós að hann er veikur alkahólisti svo börnin syngja: Þótt hann drykki, þótt hann drykki þá samt bar hann prís. Niðurstaða sögunnar er sú að heimskan og grimmdin sem m.a. kristallast í áfengisbölinu verður ekki leyst með meira ofbeldi. Eitthvað meira þarf til. Guð iðraðist þess sem hann hafði gert og setti regnbogann á himininn sem tákn þess að aldrei framar skyldi hann eyða öllu lífi. - Ofbeldi leysir ekki ofbeldi. Næsta stóra vinnutilgáta sem til greina kemur er tíunduð í sögunni af Abraham og Söru. Vandamálið er sem fyrr grimmdin og sundrungin. - Skyldi vera hægt að vinna á synd mannanna með kynbótum? Abraham og Sara voru barnlaus guðhrædd hjón hnigin á efri ár. Á stjörnubjartri nóttu býður Guð Abraham að ganga út úr tjaldi sínu: Líttu til himins og teldu stjörnurnar ef þú getur, mælir Guð. Svo margir munu niðjar þínir verða. Og Abraham trúði Drottni og hann reiknaði honum það til réttlætis.[5] Í löngu máli er svo rakin ættarsaga þar sem hver kynslóð tekur við af annari. Ítrekað verður ljóst að hin útvalda fjölskylda er ekki hótinu skárri en allar hinar. Loks kemur frægasta eineltissaga bókmenntanna ef frá er talin Píslarsaga Jesú; sagan af Jósef og bræðrunum sem seldu hann í þrældóm til Egyptalands. Nei, hreinræktun bætir ekki böl manna. - Syndin er söm með öllum þjóðum og kynþáttum. Þriðja vinnutilgáta, sem líka bregst, er lögð fram með sögunni af Móse. Úr því ofbeldi reynist haldlaust og kynbætur hrökkva ekki til, er þá ekki ráð að setja lög og gera um þau sáttmála sem menn haldi af eigin hvötum? Sagan af brottför Ísraelsmanna úr þrælahúsinu í Egyptalandi er saga af félagspólitískri tilraun þar sem alræðistilburðum, með sínum barnamorðum og þjóðernishreinsunum, er hafnað[6] en veðjað á hlýðni við góðan Guð. Lögmál Móse er hlaðið tímalausri visku sem lýsir meðvitund um sköpunarverkið og hlutverk mannsins og bendir út fyrir sjálft sig til þeirrar einu vinnutilgátu sem leyst getur vanda heimsins.[7] Gallinn er bara sá að þótt fólk vilji vel þá hneigist það til ills. Lögmálið og sáttmálinn ná ekki að aflétta grimmdinni og sundrungunni sem ríkir í mannheimum. Í sögulok er allt brotið og bramlað, musterið vanhelgða og þjóðin herleidd til Babýlon.[8] Niðurstaðan verður sú að hvorki ofbeldi né kynræktun leysir lífsvandann. Ekki heldur nokkur lagasmíð, þótt gefin sé af sjálfum Guði og notuð heil 40 ár án truflunar úti í eyðimörk til að læra inná nýja lífið![9] Raunhæf vinnutilgáta Fjórða vinnutilgátan er sú róttækasta sem fram hefur komið í veröldinni. Enginn atburður gæti verið stærri en það sem um Jesú varð, samkvæmt ritningunum: Hann var í Guðs mynd.En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns myndog varð mönnum líkur.[10] Kristin trú er sem sagt sú að skapari heimsins hafi tekið á sig jarðneskt DNA og gerst maður. Við og Guð erum þá á sama stað. Guð hefur gerst bróðir allra manna í Jesú Kristi og deilir kjörum með öllu lífi. Segja mætti að samkvæmt ritningunum sé alheimurinn líkami Guðs. Í þessu ljósi getur kristin kirkja ekki stutt ofbeldi og hlýtur alltaf að taka sér stöðu við hlið fólks sem þolir ranglæti. Hún hafnar líka kynþáttahyggju því hún veit að það er léleg hugmynd sem búið er að reyna oft og víða. Allt fólk er systur og bræður. Loks horfir hún jákvæðum en rannsakandi augum á hvers kyns löggjöf. Hún veit að til eru ólög og jafn vel bestu lög geta reynst haldlaus þegar á herðir. Sú vinnutilgáta sem kristið fólk um alla veröld veit að er raunhæf og vill ekki sleppa taki á er sú að elska alla menn og alla sköpun. Líka þegar það kostar það sem það kostaði Gyðinginn Jesú frá Palestínu. Að þessu sögðu hvet ég allt fólk, trúað sem trúlaust, til að mæta á útifund á morgun og taka sér stöðu við hlið Gazabúa á grundvelli sameiginlegrar mennsku. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] T.d. Davíðssálmar 19, 104 og 150. [2] 3. Mós. 25. 23-35 og Jóh. 3.16 [3] 1. Mós. 2.15 [4] 1. Mós. 6.5 [5] 1. Mós. 15.5 [6] 2. Mós. 1.8-22 [7] 5. Mós. 6.5 [8] Síðari Konungabók 24. kafli [9] 4. Mós. 14.33 [10] Filippíbréfið 2.6-7 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú er efnt til þjóðfundar á nokkrum stöðum á landinu laugardaginn 6. sept. kl. 14 undir heitinu Þjóð gegn þjóðarmorði. Sem kristinn maður er ég feginn að Þjóðkirkjan skuli taka formlegan þátt. Forsendur kirkjunnar geta á köflum virkað loftkenndar en þær eru ekki úr lausu lofti gripnar heldur eru þær brýnn þáttur í langtímaminni mannkyns. Það vaknar enginn upp á nóttunni við hjartslátt og kaldann svita með áhyggjur af Guði. Á öllum öldum hefur fólk haft áhyggjur af eigin kjörum og afdrifum. Mannshjörtun hræðast og stóru spurningarnar sem liggja á fólki eru jafnan þessar: Hvað er að gerast? Hver er ég í því samhengi? Hvernig er best að bjarga sér? Um þessar áhyggjur fjallar trúin. Auðvitað. Rauðir þræðir Greina má rauða þræði í Biblíunni sem lýsa heiminum og því sem þar er á seyði. Jafn framt er dregin upp vissa mynd af manninum, hver hann er. Loks eru skoðaðar ýmsar vinnutilgátur í lífsbaráttunni. Við þurfum ekki að samþykkja það sem þar er tjáð en það væri galið að skauta fram hjá því og kynna sér það ekki. Af heiminum er það helst að frétta, samkvæmt ritningunum, að hann sé undraverð smíð sem beri skapara sínum vitni. Fegurð hans er ólýsanleg í fjölbreytileika sínum og umfangi.[1] Guð er sagður eiga heiminn og elska hann.[2] Um manninn er það að segja að hann er þátttakandi í undri lífsins. Auk þess ber hann sérstaka ábyrgð umfram önnur lífsform sem nokkurs konar ráðsmaður Guðs í sköpunarverkinu.[3] Ýmsar vinnutilgátur eru til skoðunar í stórsögu Biblíunnar sem varða lífsbaráttu manna. Þrjár fá klára falleinkun. Ein stendur eftir. Þrjár mislukkaðar vinnutilgátur Um þá fyrstu er m.a. sagan af Nóa. Mönnum fjölgaði á jörðinni og Drottinn sá að illska þeirra var orðin mikil og að allar hneigðir þeirra og langanir snerust ætíð til ills.[4] Þá grípur Guð til þess örþrifaráðs að drekkja öllu lífi í ægilegu flóði í þeirri von að endurræsa tilveruna með fulltingi Nóa og hans allra nánasta fólks. Við munum sönginn. Nói var jú guðhræddur og vís. Í sögulok kemur þó í ljós að hann er veikur alkahólisti svo börnin syngja: Þótt hann drykki, þótt hann drykki þá samt bar hann prís. Niðurstaða sögunnar er sú að heimskan og grimmdin sem m.a. kristallast í áfengisbölinu verður ekki leyst með meira ofbeldi. Eitthvað meira þarf til. Guð iðraðist þess sem hann hafði gert og setti regnbogann á himininn sem tákn þess að aldrei framar skyldi hann eyða öllu lífi. - Ofbeldi leysir ekki ofbeldi. Næsta stóra vinnutilgáta sem til greina kemur er tíunduð í sögunni af Abraham og Söru. Vandamálið er sem fyrr grimmdin og sundrungin. - Skyldi vera hægt að vinna á synd mannanna með kynbótum? Abraham og Sara voru barnlaus guðhrædd hjón hnigin á efri ár. Á stjörnubjartri nóttu býður Guð Abraham að ganga út úr tjaldi sínu: Líttu til himins og teldu stjörnurnar ef þú getur, mælir Guð. Svo margir munu niðjar þínir verða. Og Abraham trúði Drottni og hann reiknaði honum það til réttlætis.[5] Í löngu máli er svo rakin ættarsaga þar sem hver kynslóð tekur við af annari. Ítrekað verður ljóst að hin útvalda fjölskylda er ekki hótinu skárri en allar hinar. Loks kemur frægasta eineltissaga bókmenntanna ef frá er talin Píslarsaga Jesú; sagan af Jósef og bræðrunum sem seldu hann í þrældóm til Egyptalands. Nei, hreinræktun bætir ekki böl manna. - Syndin er söm með öllum þjóðum og kynþáttum. Þriðja vinnutilgáta, sem líka bregst, er lögð fram með sögunni af Móse. Úr því ofbeldi reynist haldlaust og kynbætur hrökkva ekki til, er þá ekki ráð að setja lög og gera um þau sáttmála sem menn haldi af eigin hvötum? Sagan af brottför Ísraelsmanna úr þrælahúsinu í Egyptalandi er saga af félagspólitískri tilraun þar sem alræðistilburðum, með sínum barnamorðum og þjóðernishreinsunum, er hafnað[6] en veðjað á hlýðni við góðan Guð. Lögmál Móse er hlaðið tímalausri visku sem lýsir meðvitund um sköpunarverkið og hlutverk mannsins og bendir út fyrir sjálft sig til þeirrar einu vinnutilgátu sem leyst getur vanda heimsins.[7] Gallinn er bara sá að þótt fólk vilji vel þá hneigist það til ills. Lögmálið og sáttmálinn ná ekki að aflétta grimmdinni og sundrungunni sem ríkir í mannheimum. Í sögulok er allt brotið og bramlað, musterið vanhelgða og þjóðin herleidd til Babýlon.[8] Niðurstaðan verður sú að hvorki ofbeldi né kynræktun leysir lífsvandann. Ekki heldur nokkur lagasmíð, þótt gefin sé af sjálfum Guði og notuð heil 40 ár án truflunar úti í eyðimörk til að læra inná nýja lífið![9] Raunhæf vinnutilgáta Fjórða vinnutilgátan er sú róttækasta sem fram hefur komið í veröldinni. Enginn atburður gæti verið stærri en það sem um Jesú varð, samkvæmt ritningunum: Hann var í Guðs mynd.En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur.Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns myndog varð mönnum líkur.[10] Kristin trú er sem sagt sú að skapari heimsins hafi tekið á sig jarðneskt DNA og gerst maður. Við og Guð erum þá á sama stað. Guð hefur gerst bróðir allra manna í Jesú Kristi og deilir kjörum með öllu lífi. Segja mætti að samkvæmt ritningunum sé alheimurinn líkami Guðs. Í þessu ljósi getur kristin kirkja ekki stutt ofbeldi og hlýtur alltaf að taka sér stöðu við hlið fólks sem þolir ranglæti. Hún hafnar líka kynþáttahyggju því hún veit að það er léleg hugmynd sem búið er að reyna oft og víða. Allt fólk er systur og bræður. Loks horfir hún jákvæðum en rannsakandi augum á hvers kyns löggjöf. Hún veit að til eru ólög og jafn vel bestu lög geta reynst haldlaus þegar á herðir. Sú vinnutilgáta sem kristið fólk um alla veröld veit að er raunhæf og vill ekki sleppa taki á er sú að elska alla menn og alla sköpun. Líka þegar það kostar það sem það kostaði Gyðinginn Jesú frá Palestínu. Að þessu sögðu hvet ég allt fólk, trúað sem trúlaust, til að mæta á útifund á morgun og taka sér stöðu við hlið Gazabúa á grundvelli sameiginlegrar mennsku. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] T.d. Davíðssálmar 19, 104 og 150. [2] 3. Mós. 25. 23-35 og Jóh. 3.16 [3] 1. Mós. 2.15 [4] 1. Mós. 6.5 [5] 1. Mós. 15.5 [6] 2. Mós. 1.8-22 [7] 5. Mós. 6.5 [8] Síðari Konungabók 24. kafli [9] 4. Mós. 14.33 [10] Filippíbréfið 2.6-7
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun