„Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 10:38 Kristbjörg við skrifborðið heima hjá hjónunum í Doha í Katar. Til hægri má sjá sprengjuummerkin úr öryggismyndavél á mánudaginn. Kristbjörg/Getty Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag. Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira