Innlent

Bein út­sending: Skýrsla samráðshóps um inn­tak og á­herslur stefnu í varnar- og öryggis­málum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun fjalla um niðurstöður hópsins og næstu skref á kynningarfundinum í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun fjalla um niðurstöður hópsins og næstu skref á kynningarfundinum í dag. Vísir/Anton Brink

Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum verður kynnt á opnum fundi á verum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Fram kemur í tilkynningu að Ísland standi frammi fyrir fjölbreyttum og síbreytilegum öryggisáskorunum, bæði til skemmri og lengri tíma en til umræðu á fundinum verður meðal annars hverjar þessar áskoranir eru og verskongar getu þurfi til að tryggja öryggi landsins. 

Í skýrslunni eru settar fram fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna leggur til að stefna í varnar- og öryggismálum grundvallist á. Í þingmannahópnum eiga sæti fulltrúar allra flokka á Alþingi, nema Miðflokksins, en fulltrúi flokksins sagði sig úr hópnum.

„Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mun fjalla um niðurstöður samráðshópsins og næstu skref, en stefnt er að því að formleg stefna á grunni niðurstaðna hópsins verði lögð fram á næstu vikum. Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og formaður samráðshópsins kynnir meginniðurstöður hópsins.

Pallborðsumræður: Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, Pawel Bartoszek, fulltrúi Viðreisnar, Sigurður Helgi Pálmason, fulltrúi Flokks fólksins, Ingibjörg Isaksen, fulltrúi Framsóknarflokksins og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins,“ segir í lýsingu viðburðarins en Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, stýrir fundinum.

Fundurinn hefst klukkan 08:45 og er hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×