Grafið undan grunnstoð samfélagsins 12. september 2025 12:32 Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili. Afnám séreignarsparnaðarleiðarinnar og samsköttunar hjóna eru þar skýrustu dæmin. Séreignarsparnaðurinn hefur hjálpað ungu fólki að greiða niður húsnæðislán, skapað skjól fyrir fjölskyldur og dregið úr greiðslubyrði á þeim tíma þegar útgjöld eru mest. Samsköttun hefur veitt sveigjanleika þegar annað foreldri er með lægri tekjur eða er tímabundið utan vinnumarkaðar vegna barna. Með því að afnema báðar leiðirnar á sama tíma er verið að minnka ráðstöfunartekjur heimilanna á því skeiði sem þau þurfa mest á þeim að halda. Á sama tíma eru sett fram flókin og ógagnsæ gjöld, eins og kílómetragjald, sem hækka kostnað sérstaklega fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni sem treysta á bíl til daglegra ferða. Þessar aðgerðir eru réttlættar sem „leiðréttingar“ og „sanngirni“, en í reynd eru þær skattahækkanir sem veikja stöðu millistéttarinnar sem er sá hópur sem heldur samfélaginu gangandi. Sá hópur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf barist fyrir. Ef ætlunin er að byggja upp sjálfbært hagkerfi og heilbrigt samfélag verður að styrkja fjölskyldur, ekki veikja þær. Fjárlög sem grafa undan fjárhagslegum stöðugleika barnafjölskyldna eru ekki aðeins ranglát - þau grafa undan framtíð samfélagsins. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun