Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 15. september 2025 13:00 Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Fæðingarorlof Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nú þegar Alþingi kemur saman að hausti er ljóst að það er verk að vinna. Á fyrstu mánuðum ríkisstjórnar hafa verið stigin stór og mikilvæg skref í málefnum samfélagsins. Má þar nefna réttlætið í því að þjóðin njóti sanngjarnari hlut af nýtingu auðlinda sem eru í eigu þjóðarinnar. Þetta skref var mikilvægt. Framundan eru hins vegar fjölmörg önnur mál. Eitt þeirra snertir málefni foreldra en á þessu haustþingi mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp sem hefur það markmið að tryggja öllum foreldrum sömu hámarksgreiðslur þegar foreldrar nýta fæðingarorlof til að sinna börnum sínum. Í dag er það þannig að hámarksgreiðsla tekur mið af því hvenær barnið er fætt. Þar sem foreldrar geta nýtt fæðingarorlof í allt að þrjú ár eftir fæðingu barns þá getur foreldri verið fast í hámarksgreiðslu sem gilti fyrir tveimur árum. Þegar frumvarpið verður komið í gegnum þinglega meðferð mun hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi verða 900.000 kr. á mánuði en þó að hámarki 80% af tekjum viðkomandi á viðmiðunartímabili tekna. Þá mun ekki skipta máli hvenær barn sé fætt, aðeins að foreldri eigi rétt á fæðingarorlofi. Það er mikið réttlætismál að foreldrar njóti greiðslna í fæðingarorlofi sem séu í samræmi við þær efnahagslegu aðstæður þess tíma sem fæðingarorlof er tekið. Það er ánægjulegt að nú þegar hafa verið gerðar mikilvægar breytingar á fæðingarorlofslögum en á vorþingi var réttur fjölburaforeldra aukinn þannig að foreldrar njóta fleiri mánaða þegar um fjölbura er að ræða. Enn fremur er réttur mæðra aukinn þegar veikindi verða á meðgöngu. Allt er þetta gert til þess að bæta stöðu nýbakaðra foreldra og ýta undir lengri samverusundir með börnum sínum. Ljóst er að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sýnir í verki að hagsmunir fólksins ráða för. Höfundur er þingmaður Samfylkingar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun