Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:03 Sally Rooney skrifaði bækurnar Eins og fólk er flest og Millileikur. Getty Írski metsöluhöfundurinn Sally Rooney getur ekki ferðast til Bretlands vegna ótta við að hún yrði handtekin. Rooney hefur stutt fjárhagslega við bakið á samtökum sem styðja Palestínu en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bretlandi. Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim. Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Rooney vann til Sky Arts-verðlaunanna fyrir bókina Millileikur (Intermezzo) og var formleg verðlaunaafhending á breskri grundu í dag. Vegna ótta við að vera handtekin tók Alex Bowler, ritstjóri Rooney, við verðlaununum fyrir hennar hönd. „Ég er svo hrærð og þakklát fyrir að hljóta þessi verðlaun,“ sagði Bowler sem las ræðu sem Rooney skrifaði vegna tilefnisins. „Ég vildi að ég gæti verið hér með ykkur í kvöld til að þakka ykkur í eigin persónu en út af stuðningi mínum við friðsamleg mótmæli gegn stríði var mér ráðlagt að ég gæti ekki farið til Bretlands þar sem ég gæti mögulega verið handtekin.“ Í ágúst síðastliðnum tilkynnti Rooney að hún hygðist gefa allan hagnað af sölu bóka sinna til félagsins Palestine Action. Mánuði áður var umrætt félag skilgreint sem hryðjuverkasamtök af breskum yfirvöldum. Yfir sextán hundruð manns hafa verið handtekin í tengslum við félagasamtökin síðan í sumar. Samkvæmt umfjöllun The Guardian gæti Rooney verið handtekin á þeim forsendum að hún sé hryðjuverkamaður vegna þess að hún hafi stutt fjárhagslega við hryðjuverkastarfsemi. Vegna þessa hefur Rooney aflýst öllum viðburðum sem hún ætlaði að taka þátt í í Bretlandi. „Á meðan Sameinuðu þjóðirnar segja að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð gegn palestínsku þjóðinni, gæti starf Palestine Action ekki verið hugrakkara og mikilvægara. Það minnsta sem ég get gert er að gera það skýrt að ég styð þau og mun halda því áfram, sama hverjar afleiðingarnar eru,“ segir hún. Intermezzo er fjórða bók Rooney en hún hefur einnig skrifað bækurnar Eins og fólk er flest (Normal People) og Okkar á milli (Conversations with friends). Bækurnar hennar hafa selst í milljónatali út um allan heim.
Bretland Bókmenntir Írland Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira