Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 22. september 2025 13:00 Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar