Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2025 09:43 Eyjólfur Ármannssson innviðaráðherra hefur birt drög að ítarlegu frumvarpi í samráðsgátt. Vísir/Anton Innviðaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitastjórnarlögum. Meðal tillaga er lögfesting á 250 íbúa lágmarki sveitarfélaga og er stefnt að sameiningu fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átta sveitarfélög eru undir lágmarkinu. Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á sveitarstjórnarlögum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúasamráð, frumkvæði ráðherra að sameiningum sveitarfélaga, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa og eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga. Meginmarkmið lagabreytinganna sé að styrkja stjórnsýslu sveitarfélaga og efla sveitarstjórnarstigið. Ráðherra eigi frumkvæði að sameiningu Lagðar er til fjölmargar breytingar, svo sem á reglum sem gilda um fundi sveitarstjórna, málsmeðferð við töku ákvarðana um hæfi, rétt kjörinna fulltrúa til aðgangs að gögnum og framsal ráðningar- og fullnaðarafgreiðsluvalds til nefnda, ráða og starfsmanna sveitarfélaga. Þá eru tillögur um að ráðherra skuli eiga frumkvæði að sameiningu sveitarfélaga sem eru undir 250 nema sérstakar aðstæður mæla því í mót og að sameining verði lokið við sveitarstjórnarkosningar 2026. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru átta sveitarfélög með færri en 250 íbúa, þau eru: Reykhólahreppur mwð 246 íbúa, Súðavíkurhreppur með 209, Eyja- og Miklaholtshreppur með 124, Kaldrananeshreppur með 115, Fljótsdalshreppur með 90, Skorradalshreppur með 65 (en þegar hefur verið samþykkt að hann sameinist Borgarbyggð), Árneshreppur með 60 og Tjörneshreppur með 53 íbúa. Lagt er til að lögfest verði ítarlegri ákvæði en nú gilda um stefnumörkun í fjármálum sveitarfélaga. Einnig eru lagðar til breytingar á eftilitsheimild ráðherra með sveitarfélögum og heimildir ráðherra afmarkaðar með skýrari hætti en nú. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar sem stefna að því að auka áhrif byggðalaga innan sveitarfélaga með stofnun heimastjórnar, nefndar sem fari með sérstakar valdheimildir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Reykhólahreppur Súðavíkurhreppur Eyja- og Miklaholtshreppur Kaldrananeshreppur Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Árneshreppur Tjörneshreppur Flokkur fólksins Tengdar fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. 21. september 2025 13:31