Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar 23. september 2025 15:01 Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Hilmar Harðarson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur á undanförnum misserum haldið uppi háum stýrivöxtum, þvert á þær væntingar sem skapaðar voru við gerð síðustu kjarasamninga. Í þeim samningum sýndi launafólk ábyrgð: það tók á sig hóflegar launahækkanir og gaf í raun eftir hluta af verðmætasköpun sinni til að viðhalda stöðugleika í samfélaginu. Þessi ábyrgð hefur hins vegar ekki skilað sér í vaxtalækkunum, nema að litlu marki. Stýrivextir eru nú 7,50%, eftir að hafa hæst farið í 9,25%. Við venjulegu fólki blasir að vaxtastefna Seðlabanka Íslands er í dag fyrst og fremst í þágu fjármagnseigenda. Það finna orðið allir sem þurfa að standa skil á húsnæðislánum, greiða hærri vexti af yfirdráttarlánum eða takast á við síhækkandi framfærslukostnað. Á sama tíma hafa bankar og stórfyrirtæki nýtt sér þetta svigrúm til að hagnast. Forstjórar birtast í fjölmiðlum, kvarta undan rekstrarumhverfinu – en birta svo methagnað í ársuppgjörum. Bankarnir og stórfyrirtæki virðast litla eða enga samfélagslega ábyrgð bera; þeir sjá arðsemi og arðgreiðslur til eigenda sem einu mælistikuna á velgengni. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka, langt umfram laun og byggingarkostnað. Húsnæði hefur breyst í fjárfestingavöru fyrir fjármagnseigendur í stað þess að vera öruggt skjól fyrir fjölskyldur. Verðmyndun húsnæðis lýtur ekki lögmálum eftirspurnar sem sést á því að nú þegar hægt hefur á kaupum á húsnæðismarkaði lækkar verð fasteigna ekki. Á sama tíma spilar húsnæðisliðurinn lykilhlutverk í vísitölunni sem Seðlabankinn byggir vaxtastefnu sína á – þannig fær almenningur að súpa seyðið tvöfalt. Þrátt fyrir sterkt gengi krónunnar lækka innfluttar vörur eins og eldsneyti og matvara ekki. Opinberar gjaldskrár hafa hækkað og ýta undir kostnaðarþrýsting á heimilin. Launafólk, sem sló af kröfum sínum í þágu samfélagsins, sér enga leið út úr vítahringnum. Aðrir aðilar virðast ónæmir fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Seðlabankinn þarf að horfa á stærri myndina, samfélagið allt og afleiðingarnar fyrir heimilin. Vaxtastefnan á ekki að þjóna fjármagnseigendum, heldur samfélaginu í heild. Heimilin í landinu geta ekki borið þessa byrði ein – nú þarf raunverulega samfélagslega ábyrgð. Blind þjónusta við fjármagnið hefur okkur engu skilað. Höfundur er formaður Samiðnar og Félags iðn- og tæknigreina
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun