Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2025 11:08 Yfirlitsmynd af slysstaðnum sem sýnir akstursáttir bifreiðanna og staðsetingu eftir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Mikið magn fíkniefnis greindist í blóði ungs ökumanns sem lést í árekstri tveggja fólksbifreiða á hringveginum við Hraunsnef í Borgarfirði í júní í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur fíkniefnaneyslu ökumannsins meginorsök slyssins. Tuttugu og fjögurra ára gamall ökumaður Mercedes Benz-fólksbifreiðar lést á staðnum þegar bifreiðin lenti framan á Toyota Land Cruiser á Vesturlandsvegi norðan við Hraunsnef í Borgarfirði að kvöldi 9. júní 2024. Tveir sem voru um borð í Land Cruiser-bifreiðinni voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt atvikalýsingu í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa var Mercedes Benz-bifreiðinni ekið yfir á gagnstæðan vegarhelming og framan á Toyota-bifreiðina um 3,7 kílómetra norðan við Bifröst. Ökumaður Toyota-bifreiðarinnar sagðist ekki hafa tekið eftir hinni fyrr en rétt fyrir slysið og ekki haft svigrúm til að bregðast við áður en bifreiðarnar lentu saman. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Ökumaður Benz-bifreiðarinnar lést af völdum fjöláverka. Ekki var hægt að greina hraða bifreiðarinnar en áfengis- og lyfjarannsókn leiddi í ljós að mikið magn fíkniefnis var í blóði ökumannsins. Meginorsök slyssins er talin sú að ökumaðurinn hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa fíkniefnisins. Þá hafi ökumaðurinn ekið yfir á vinstri vegarhelming án þess að ganga úr skugga um að það væri hægt án hættu gagnvart annarri umferð. Slysið varð skammt norðan við Hraunsnef í Borgarfirði.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefndin bendir á að akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja sé alvarlegt vandamál í umferðinni. Af tuttugu og sjö banaslysum í umferðinni á árunum 2021 til 2023 hafi ökumenn í sjö þeirra verið undir áhrifum. Það hafi áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfi. Nauðsynlegt sé að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir slíka neyslu. Samgönguslys Borgarbyggð Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Tuttugu og fjögurra ára gamall ökumaður Mercedes Benz-fólksbifreiðar lést á staðnum þegar bifreiðin lenti framan á Toyota Land Cruiser á Vesturlandsvegi norðan við Hraunsnef í Borgarfirði að kvöldi 9. júní 2024. Tveir sem voru um borð í Land Cruiser-bifreiðinni voru fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt atvikalýsingu í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa var Mercedes Benz-bifreiðinni ekið yfir á gagnstæðan vegarhelming og framan á Toyota-bifreiðina um 3,7 kílómetra norðan við Bifröst. Ökumaður Toyota-bifreiðarinnar sagðist ekki hafa tekið eftir hinni fyrr en rétt fyrir slysið og ekki haft svigrúm til að bregðast við áður en bifreiðarnar lentu saman. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Ökumaður Benz-bifreiðarinnar lést af völdum fjöláverka. Ekki var hægt að greina hraða bifreiðarinnar en áfengis- og lyfjarannsókn leiddi í ljós að mikið magn fíkniefnis var í blóði ökumannsins. Meginorsök slyssins er talin sú að ökumaðurinn hafi verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa fíkniefnisins. Þá hafi ökumaðurinn ekið yfir á vinstri vegarhelming án þess að ganga úr skugga um að það væri hægt án hættu gagnvart annarri umferð. Slysið varð skammt norðan við Hraunsnef í Borgarfirði.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefndin bendir á að akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja sé alvarlegt vandamál í umferðinni. Af tuttugu og sjö banaslysum í umferðinni á árunum 2021 til 2023 hafi ökumenn í sjö þeirra verið undir áhrifum. Það hafi áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfi. Nauðsynlegt sé að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir slíka neyslu.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Borgarbyggð Umferð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59 Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu á Vesturlandsvegi Ökumaður fólksbifreiðarinnar sem lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í Borgarfirði, skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal, var Íslendingur á þrítugsaldri. Hann fæddist árið 1999 og var búsettur hér á landi. 11. júní 2024 15:59
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir fluttir á sjúkrahús: Þriðja útkallið á einum sólarhring Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Lögreglunnar á Vesturlandi í kvöld vegna umferðarslyss á þjóðvegi 1 við Hraunsnef í Borgarfirði. Tveir voru fluttir með þyrlunni, sem lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22:15. 9. júní 2024 22:54