Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 26. september 2025 12:30 Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar