Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar 26. september 2025 12:30 Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur umræða um verndarsvæði í hafi aukist á Íslandi. Hvatinn er samkomulag aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna um að auka svæðisbundna vernd í hafinu. Markmiðið er að 30% hafsvæða falli undir aðgerðir sem stuðla að viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni fyrir 2030. Sjávarútvegur er stór hagaðili á hafinu í kringum Ísland, hefur mikla staðþekkingu og margir fiskistofnar á Íslandsmiðum eru undir styrkri stjórn. Það er því ekki nema eðlilegt að einhverjir velti því fyrir sér hvort við getum ekki bara byggt 30 x 30 svæðisvernd á núverandi svæðisbundnum aðgerðum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins? Frá sjónarhorni fiskifræðinnar hefur okkur gengið vel að stýra veiðiálagi á okkar helstu fiskistofna. Þessi árangur byggir á mörgum þáttum en ekki síst því að Íslendingar hafa almennt verið sammála um mikilvægi þess að viðhalda veiðistofnum í hafinu í kringum landið. Sögulegir atburðir hafa líka hjálpað, t.d. urðu Íslendingar almennt mótfallnir botnvörpuveiðum í lögsögunni. Þjóðin ávann sér virðingu á alþjóðavettvangi ekki síst byggt á þeirri staðreynd að Íslendingar náðu á seinni hluta tuttugustu aldar að forðast algjört hrun lykilstofna, eins og þorsksins. Það náðist reyndar alls ekki sársaukalaust heldur fól í sér erfiðar aðgerðir og uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Árangurinn hefur heldur ekki staðið undir væntingum allra. Landaður afli þorsks er enn mun lægri en hann var á áratugunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessar aðgerðir og fiskveiðistjórnunin sem á eftir fylgdi byggðu fyrst og fremst á fiskifræðilegum forsendum. Markmiðið var að hámarka afla lykiltegunda án skaða fyrir stofnana. Á síðari árum hefur orðið aukin áhersla á annars konar stýringu og hugtakið vistkerfisnálgun heyrist í auknum mæli. Vistkerfisnálgun í samhengi við fiskveiðistjórnum felur í sér viðurkenningu á því að nýting sjávarauðlinda hefur áhrif umfram þann stofn sem er nýttur. Þannig hafa t.d. veiðar á loðnu mögulega áhrif á þorsk, ekki er hægt að komast hjá skaðlegum áhrifum á meðafla og botnvörpuveiðar geta skaðað samfélög hryggleysinga og sjávargróðurs. Þetta eru einungis fá dæmi. Eðli málsins samkvæmt krefst full vistkerfisnálgun gífurlegs magns af áræðanlegum gögnum enda eru margar tegundir og samfélög undir. Þetta flækjustig er helsta ástæða þess að vistkerfisnálgun er sjaldan beitt tölulega til ráðgjafar, enda gildir það almennt um töluleg líkön að þau eru ekki betri en gögnin sem liggja að baki. Það má líka færa rök fyrir því að sá fjöldi áræðanlegra einstofna líkana sem unnið er með í dag skili ásættanlegum árangri í að viðhalda jafnvægi í líffríkinu. Sumir vilja meina að þessi vöktun sé þegar nægilega sterkur metill á það hvort vistkerfi hafsins í kringum Ísland séu í góðu ástandi. Hér er mikilvægt að staldra við og muna að jafnvel þó að vistkerfisnálgun í fiskveiðistjórnun taki mið af víðari áhrifum nýtingar er áhersla hennar er fyrst og fremst á stjórn veiðanna. Hún nær því aldrei utan um allt það fjölbreytta lífríki og þá ólíku hagsmuni sem móta heildarskipulag hafsins. Niðurstaðan er að þrátt fyrir að fiskveiðistjórnun við Ísland virki vel, og vistkerfisnálgun verði í auknum mæli innleidd, getur fiskveiðistjórnun ekki verið eini grundvöllur hafskipulags Íslands til framtíðar. Nýting á hafinu verður sífellt fjölbreyttari og hagaðilarnar fleiri. Umræðan á alþjóðavettvangi er líka að breytast. Líffræðileg fjölbreytni verður aldrei metin byggt á fiski eingöngu. Til framtíðar ættum við að byggja á því sem vel hefur verið gert en skipa okkur nýjan sess sem leiðandi í málefnum hafsins á breiðari grunni. Höfundur er líffræðingur.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun