Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 23:01 Hvert aðildarríki átti þrjá fulltrúa á ráðstefnunni. Valgerður Gíslason Flugvél sem hryðjuverkamenn tóku yfir og lentu á Keflavíkurflugvelli var á meðal verkefna á ráðstefnu þar sem líkt var eftir fundi aðildarríkja NATO. „Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“ Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
„Við viljum finna lausn þannig að farþegarnir komist heilir á húfi út því okkar skoðun er sú að NATO á ekki að vera í samningaviðræður við hryðjuverkastofnanir,“ sagði Urður Falsdóttir sem sat ráðstefnuna í dag og þurfti því ásamt öðrum þátttakendum að glíma við verkefnin sem þar voru sett fram. Urður var fulltrúi Bretlands á svokallaðri Módel-NATO ráðstefnu í Smiðju í þar sem tæplega hundrað ungir Íslendingar sátu ímyndaðan fund aðildarríkja NATO. Urður var ein af fulltrúum Bretlands og er hér ásamt fulltrúum Hollands og Lettlands.Valgerður Gíslason Markmiðið var að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig ætti að eiga við hryðjuverkamenn sem lentu flugvél með gíslum á Keflavíkurflugvelli. Öll aðildarríkin þurftu að komast að sameiginlegri niðurstöðu, líkt og þegar ákvarðanir eru teknar hjá NATO. „Við eigum ekki mikla samleið með Bandaríkjamönnum akkúrat núna en ég held að við munum ná þeim á okkar band fljótlega,“ bætti Urður við. Mikilvægt að kynna öryggis- og varnarmál fyrir ungu fólki Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu hjá utanríkisráðuneytinu, segir að á fundinum sé verið að líkja eftir starfi fastanefndar NATO. „Þetta er mjög mikilvægt fyrst og fremst sem leið til að kynna fyrir ungu fólki öryggis- og varnarmál og líka diplómasíu sem er stærsti hlutinn af starfi Atlantshafsbandalagssins. Þau eru að fara í gegnum þetta ferli að semja um texta, þetta er mjög gott veganesti fyrir fólk sem ætlar sér framtíð í öryggis- og varnarmálum.“ Fyrrum starfsmenn NATO voru gestir á ráðstefnunni.Valgerður Gíslason Auk samningaviðræðna fulltrúa aðildarþjóða þá kynntu fyrrum fastafulltrúi Íslands hjá NATO og fyrrum starfsmenn bandalagsins starf þess fyrir þátttakendum ráðstefnunnar. „Það var held ég mjög gagnlegt innlegg í viðræðurnar í dag. Þau eru ekki bara að eiga við þennan uppsetta veruleika heldur líka raunveruleg dæmi,“ bætti Jónas við. Reynsla sem nýtist þegar taka þarf stórar ákvarðanir seinna Urður segir að hún og hennar teymi hafi undirbúið sig vel fyrir ráðstefnuna. Fyrst og fremst þurfi að huga að hagsmunum heildarinnar en jafnframt gæta hagsmuna sinnar þjóðar. „Mann langar að gera eitthvað svona í framtíðinni. Ég held þetta sé frábær reynsla án þess að það hafi bein áhrif á eitthvað sérstakt þannig að ég verð með reynslu þegar ég þarf að taka stóru ákvarðanirnar seinna.“ Eva sést hér íbyggin á svip ásamt fulltrúum annarra aðildarríkja.Valgerður Gíslason Eva Valdís Jóhönnudóttir sat ráðstefnuna sem fulltrúi Þýskalands. Hún sagði hvetjandi að sjá hve margir sameiginlegir hagsmunir þjóðanna væru. Hún talaði um mikilvægi þess að NATO þróaði sínar aðgerðir. „Það sem virkaði fyrir tíu árum síðan virkar ekki endilega í dag. Það sem skiptir svo miklu máli er þessi samheldni, því ef hún er ekki til staðar þá erum við ekki að fara að þróa neitt nýtt.“
Utanríkismál NATO Ráðstefnur á Íslandi Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira