Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 13:33 Stefán Jón vill ekki sjá Ísrael í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. vísir/EPA Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Í næsta mánuði funda aðildarríki Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraela í Eurovision. Ríkin greiða atkvæði um hvort víkja eigi ríkinu úr keppninni, og náist meirihluti fyrir því fá Ísraelar ekki að vera með. Náist ekki meirihluti hafa nokkur þátttökuríki tilkynnt að þau dragi sig úr keppninni, þar á meðal Spánn, Írland og Holland. Ríkisútvarpið hefur ekki tekið afgerandi afstöðu, en gera má ráð fyrir því að Ísland taki ekki þátt verði Ísrael með. Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr keppni. „Mín skoðun er eindregið sú að eftir framkomu Ísraels gagnvart almenningi á Gasasvæðinu að þeir séu búnir að segja sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Það er að segja ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús. Ég geri skýran greinarmun á henni. Þetta er öfgastjórn en það er ágætt og gott og gegnt fólk sem býr í Ísrael. Þjóðin er ekki það sama og ríkisstjórnin í þessu tilviki. En ríkisstjórnin hefur notað Eurovision sem áróðursstökkpall fyrir sig og sína. Það er algjörlega óþolandi að mínu mati og bætist svo ofan á að hún stundar mjög harða ritskoðun á til dæmis EBU-útvarpsstöðvum á Gasasvæðinu. Bannar fréttaflutning og drepur fréttamenn,“ segir Stefán Jón. Á næstu dögum munu útvarpsstjórar Norðurlandanna funda í Reykjavík og líklegt að atkvæðagreiðslan verði til umræðu. Danir og Svíar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki greiða atkvæði gegn Ísraelum. „Það ber hver ábyrgð á sér. Ísland er ekki bundið af því að þessi fimm Norðurlönd komi sér saman að einni afstöðu,“ segir Stefán Jón. Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Í næsta mánuði funda aðildarríki Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraela í Eurovision. Ríkin greiða atkvæði um hvort víkja eigi ríkinu úr keppninni, og náist meirihluti fyrir því fá Ísraelar ekki að vera með. Náist ekki meirihluti hafa nokkur þátttökuríki tilkynnt að þau dragi sig úr keppninni, þar á meðal Spánn, Írland og Holland. Ríkisútvarpið hefur ekki tekið afgerandi afstöðu, en gera má ráð fyrir því að Ísland taki ekki þátt verði Ísrael með. Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr keppni. „Mín skoðun er eindregið sú að eftir framkomu Ísraels gagnvart almenningi á Gasasvæðinu að þeir séu búnir að segja sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Það er að segja ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús. Ég geri skýran greinarmun á henni. Þetta er öfgastjórn en það er ágætt og gott og gegnt fólk sem býr í Ísrael. Þjóðin er ekki það sama og ríkisstjórnin í þessu tilviki. En ríkisstjórnin hefur notað Eurovision sem áróðursstökkpall fyrir sig og sína. Það er algjörlega óþolandi að mínu mati og bætist svo ofan á að hún stundar mjög harða ritskoðun á til dæmis EBU-útvarpsstöðvum á Gasasvæðinu. Bannar fréttaflutning og drepur fréttamenn,“ segir Stefán Jón. Á næstu dögum munu útvarpsstjórar Norðurlandanna funda í Reykjavík og líklegt að atkvæðagreiðslan verði til umræðu. Danir og Svíar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki greiða atkvæði gegn Ísraelum. „Það ber hver ábyrgð á sér. Ísland er ekki bundið af því að þessi fimm Norðurlönd komi sér saman að einni afstöðu,“ segir Stefán Jón.
Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?