Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar 6. október 2025 10:30 Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Því miður ríkir algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá ríkisstjórninni í menntmálum þó að neyðarástand ríki í málaflokknum. 40% barna útskrifast án grunnfærni í lesskilningi og líðan margra barna er vond og versnar. Einungis 2 ný menntafrumvörp má finna á þessum þingvetri þegar önnur ráðuneyti eru með 10-15 ný frumvörp. Skýrara verður þetta ekki. Þetta þarf ekki að vera svona, börnin okkar eiga betra skilið. Hér eru 10 aðgerðir sem myndu snúa stöðunni við á nokkrum árum og EKKI kosta krónu. 1. Stytta kennaranám úr 5 árum í 3, breyta inntaki og auka kröfur í náminu. Myndi auka aðsókn í námið margfalt og kennarafánan myndi styrkjast verulega og námsárangur og líðan nemenda enda góður kennari stærsta breytan í þessu tilliti. 2. Efla tengsl og auka aga innan skólasamfélaga. Skapar jákvæð og uppbyggileg skólasamfélög, auka árangur, bæta líðan og minnka kostnað. 3. Samræmd próf úr öllu inntaki aðalnámskrár. Myndi greina stöðu hvers nemanda og hjálpa til við að taka markviss skref áfram, jafnræðis milli nemenda yrði gætt og námsárangur aukast. 4. Gera nýja aðalnámskrá og nýtt einkunnakerfi. Núverandi aðalnámskrá er ónýt og ómögulegt að vinna eftir henni og/eða skilja hana. Ný skýr, markviss og skiljanleg námskrá, sem og einkunnakerfi, myndi auka námsárangur og bæta líðan nemenda og kennara. 5. Stofan deildir fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Með markvissu íslenskunámi þar sem besti mannauðurinn væri, ná börn mun fyrr tökum á íslensku öllum til hagsbóta. 6. Símalausir skólar og minni snjalltækjanotkun og markvissari. Meiri námsárangur og betri líðan. 7. Yfirburða stjórnendur í alla skóla. Eftir höfðinu dansa limirnir og með markvissum aðgerðum og ívilnunum er hægt að fjölga yfirburða stjórnendum. 8. Styrkja allan annan mannauð skólanna. Aðrir starfsmenn skólanna eru mjög mikilvægir. Þeim verði gert kleift að bæta mannauð sinn og helga sig skólastarfinu. 9. Taka þátt í TIMMS rannsókninni. Myndi gefa okkur alþjóðlegar niðurstöður og samanburð mun fyrr en PISA. Með því væri hægt að grípa mun fyrr inn ef molna færi úr námsárangri. 10. Koma öllum starfsmönnum leikskólanna á B2* stig í íslensku. Börn eiga að vera böðuð upp úr íslensku allan leikskóladaginn. Þannig jöfnum við upp á við og leikskólanemendur koma langflestir upp í grunnskólann með ágætis íslenskukunnáttu. * Geta tjáð sig skýrt og skiljanlega um flóknari málefni. Þessar 10 aðgerðir myndu snúa stöðunni við og að börnin okkar fengju raunverulega eins jöfn tækifæri, til að blómstra, og mögulegt er. Kennarastarfið myndi fá aukna virðingu og lífsgæði samfélagsins myndu aukast verulega ÁN nokkurs viðbótar kostnaðar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, við erum í dauðafæri að snúa vörn í sókn og gera Ísland að fyrirmyndarlandi hvað menntun varðar. Stöndum saman um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun