Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2025 07:40 VÆB-bræður voru fulltrúar Íslands í Eurovision fyrr á þessu ár. Vísir/Hulda Margrét Meirihluti þjóðarinnar er almennt hlynntur þátttöku Íslands í Eurovision en ekki ef Ísrael verður með, eða 58 prósent. Ríflega fimmtungur er hlynntur þátttöku Íslands óháð þátttöku Ísrael. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt niðurstöðunni eru nær 15 prósent landsmanna mótfallin þátttöku í keppninni óháð þátttöku Ísrael og sex prósent eru almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður meinuð þátttaka. Í tilkynningu frá Gallup segir að í lok septembermánaðar hafi stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva boðað til atkvæðagreiðslu aðildarríkja söngvakeppninnar Eurovision um þátttöku Ísrael í henni. „Atkvæðagreiðslan fer fram í byrjun nóvember og er boðuð í kjölfar þess að nokkur þátttökulönd hafa þrýst á sambandið að meina Ísrael þátttöku og einhver hafa tilkynnt að þau dragi sig annars úr keppni. Forysta RÚV hefur gefið í skyn að þau muni ólíklega taka þátt í keppninni verði Ísrael með og að þau muni líklega greiða atkvæði gegn þátttöku Ísrael en hefur ekki gefið afgerandi svör. Útvarpsstjórar norðurlandanna koma saman á næstu dögum og haft er eftir stjórnarformanni RÚV að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort stofnunin greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki,“ segir í tilkynningunni. Áfram segir að í byrjun síðasta árs hafi legið fyrir að Ísland tæki þátt í keppninni í fyrra en gagnrýnisraddir voru uppi um það vegna þátttöku Ísrael. Könnun Gallup á viðhorfi landsmanna sýndi að þá voru rúmlega þrír af hverjum tíu fylgjandi þátttöku Íslands en nær helmingur andvígur. „Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf karla en kvenna til þess hvort Ísland eigi að taka þátt eða ekki. Íbúar landsbyggðarinnar eru almennt mótfallnari þátttöku í keppninni en íbúar höfuðborgarsvæðisins, óháð þátttöku Ísrael. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun að baki til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með. Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf þeirra sem hafa ekki lokið háskólaprófi. Fólk með lægstar fjölskyldutekjur er frekar almennt mótfallið þátttöku Íslands í keppninni en fólk með hærri tekjur. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú eru líklegust til að vera hlynnt þátttöku Íslands í keppninni óháð þátttöku Ísrael. Þau sem kysu Samfylkinguna eða Viðreisn eru líklegust til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 18. september til 2. október 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.748 og þátttökuhlutfall var 46,8 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33 Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt niðurstöðunni eru nær 15 prósent landsmanna mótfallin þátttöku í keppninni óháð þátttöku Ísrael og sex prósent eru almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður meinuð þátttaka. Í tilkynningu frá Gallup segir að í lok septembermánaðar hafi stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva boðað til atkvæðagreiðslu aðildarríkja söngvakeppninnar Eurovision um þátttöku Ísrael í henni. „Atkvæðagreiðslan fer fram í byrjun nóvember og er boðuð í kjölfar þess að nokkur þátttökulönd hafa þrýst á sambandið að meina Ísrael þátttöku og einhver hafa tilkynnt að þau dragi sig annars úr keppni. Forysta RÚV hefur gefið í skyn að þau muni ólíklega taka þátt í keppninni verði Ísrael með og að þau muni líklega greiða atkvæði gegn þátttöku Ísrael en hefur ekki gefið afgerandi svör. Útvarpsstjórar norðurlandanna koma saman á næstu dögum og haft er eftir stjórnarformanni RÚV að ákvörðun verði að öllum líkindum tekin í lok mánaðar um hvort stofnunin greiði atkvæði með brottvísun Ísrael úr keppninni eða ekki,“ segir í tilkynningunni. Áfram segir að í byrjun síðasta árs hafi legið fyrir að Ísland tæki þátt í keppninni í fyrra en gagnrýnisraddir voru uppi um það vegna þátttöku Ísrael. Könnun Gallup á viðhorfi landsmanna sýndi að þá voru rúmlega þrír af hverjum tíu fylgjandi þátttöku Íslands en nær helmingur andvígur. „Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf karla en kvenna til þess hvort Ísland eigi að taka þátt eða ekki. Íbúar landsbyggðarinnar eru almennt mótfallnari þátttöku í keppninni en íbúar höfuðborgarsvæðisins, óháð þátttöku Ísrael. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun að baki til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með. Þátttaka Ísrael hefur minni áhrif á viðhorf þeirra sem hafa ekki lokið háskólaprófi. Fólk með lægstar fjölskyldutekjur er frekar almennt mótfallið þátttöku Íslands í keppninni en fólk með hærri tekjur. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú eru líklegust til að vera hlynnt þátttöku Íslands í keppninni óháð þátttöku Ísrael. Þau sem kysu Samfylkinguna eða Viðreisn eru líklegust til að vera almennt hlynnt þátttöku en ekki ef Ísrael verður með,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöður eru úr netkönnun Gallup sem gerð var dagana 18. september til 2. október 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.748 og þátttökuhlutfall var 46,8 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Skoðanakannanir Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30 Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33 Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni. 6. október 2025 10:30
Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5. október 2025 13:33
Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. 5. október 2025 08:00