„Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2025 13:29 Daniel Hannan lávarður hefur sterkar skoðanir á Evrópusambandinu og telur Íslandi betur borgið utan þess. Getty/Rasid Necati Aslim Daniel Hannan, lávarður og fyrrverandi Evrópuþingmaður fyrir breska Íhaldsflokkinn, kveðst fullviss um að Bretlandi vegni betur utan Evrópusambandsins. Erfiða stöðu í Bretlandi nú um stundir megi meðal annars rekja til afleiðinga lokunar í samfélaginu á tímum covid en Brexit sé ekki um að kenna. Það sé eðlilegt að Íslendingar taki sjálfstæða ákvörðun um aðildarviðræður við ESB, en fullyrðir að það sé útilokað að Ísland fái einhvers konar sérmeðferð í slíkum viðræðum. Daniel Hannan er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað til lands oft í gegnum tíðina. Hann var virkur þátttakandi í baráttunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, studdi Brexit og hefur áfram verið gagnrýninn á störf og umgjörð ESB. „Þykjustuleikur“ að halda því fram að Ísland fái annan díl Íslensk yfirvöld hafa í hyggju að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn að nýju í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Viðreisn er sá stjórnarflokkur sem lagt hefur hvað mesta áherslu á mögulega ESB aðild Íslands en á dögunum var Guy Verofstadt, forseti Alþjóða Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sérstakur gestur á landsþingi flokksins. Í samtali við fréttastofu sagði Verofstadt að ESB myndi taka Íslandi opnum örmum en hann er ötull talsmaður fyrir aukinni Evrópusamvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Það þarf ekki að koma á óvart að þessu er Hannan ósammála, enda yfirlýstur andstæðingur veru Bretlands í ESB og enginn sérstakur aðdáandi sambandsins þar fyrir utan. „ESB er ekki sveigjanleg stofnun. Ef ykkur lýst vel á pakkann, þá er það fínt, en ef ekki þá líka bara í góðu lagi. En ekki þykjast halda því fram að þið getið fengið einhvern annan díl, eða að þessi stofnun muni gera einhverjar sérstakar reglur fyrir 400 þúsund íbúa ríki, að það verði tekið eitthvað sérstakt tillit til jarðhitaorku á Íslandi, eða fiskimiðum ykkar. Það virkar bara ekki þannig,“ segir Hannan. Það hafi til að mynda sýnt sig í útgönguviðræðum Bretlands að sveigjanleiki stofnunarinnar sé lítill sem enginn. „Ákvörðunin er að sjálfsögðu ykkar að taka, þið eruð fullvalda lýðræðisríki, en eftir að hafa varið 50 árum sem aðildarríki ESB og reynt að stuðla að umbreytingum, þá get ég sagt ykkur að það er alls ekki og engan veginn eitthvað sem þið getið breytt. Þið þurfið bara að ákveða hvort þið viljið pakkann eða ekki.“ Bretland sé í betri málum eftir Brexit Nokkuð umrót hefur verið í breskum stjórnmálum eftir útgönguna úr sambandinu en að mati Hannan er ekki hægt að kenna Brexit um þær áskoranir sem landið stendur frammi fyrir nú. „Eins og aðrir erum við enn að eiga við afleiðingar lokunar samfélagsins. Það ýtti undir verðhækkanir og skattahækkanir og setti stjórnkerfi okkar úr skorðum. Við sjáum breytingar á þeirri tryggð við stjórnmálaflokka sem annars hefur ríkt en slíkt gerist á óvissutímum og mun taka tíma að leysa úr því,“ segir Hannan í samtali við fréttastofu og vísar þar til tíma kórónuveirufaraldursins. Daniel Hannan er í stuttri heimsókn hér á landi.Vísir/Lýður Umbótaflokkurinn (Reform UK) undir forystu Nigel Farage hefur sótt í sig veðrið að undanförnu sem hefur kostað fylgistap fyrir Íhaldsflokkinn. „Það gæti verið að Reform muni verða stærri en minn flokkur eða að þeir renni saman með einhverjum hætti en í okkar stjórnkerfi er í raun bara pláss fyrir einn stóran flokk á hægri væng og einn á vinstri væng,“ segir Hannan. Sjá einnig: Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Aðspurður kveðst hann sannfærður um að Bretland sé í betri málum nú eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Guð veit að við höfum vandamál, en það eru stærri vandamál í Evrópu,“ segir Hannan. Það sé að hans mati sönnun fyrir því að svo sé, að núverandi ríkisstjórn, sem alfarið sé skipað stjórnmálamönnum sem börðust fyrir því að vera áfram í ESB, séu ekki einu sinni að ræða það að ganga aftur í sambandið. Bretland Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Sjá meira
Daniel Hannan er mikill Íslandsvinur og hefur komið hingað til lands oft í gegnum tíðina. Hann var virkur þátttakandi í baráttunni um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, studdi Brexit og hefur áfram verið gagnrýninn á störf og umgjörð ESB. „Þykjustuleikur“ að halda því fram að Ísland fái annan díl Íslensk yfirvöld hafa í hyggju að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn að nýju í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Viðreisn er sá stjórnarflokkur sem lagt hefur hvað mesta áherslu á mögulega ESB aðild Íslands en á dögunum var Guy Verofstadt, forseti Alþjóða Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sérstakur gestur á landsþingi flokksins. Í samtali við fréttastofu sagði Verofstadt að ESB myndi taka Íslandi opnum örmum en hann er ötull talsmaður fyrir aukinni Evrópusamvinnu á vettvangi Evrópusambandsins. Það þarf ekki að koma á óvart að þessu er Hannan ósammála, enda yfirlýstur andstæðingur veru Bretlands í ESB og enginn sérstakur aðdáandi sambandsins þar fyrir utan. „ESB er ekki sveigjanleg stofnun. Ef ykkur lýst vel á pakkann, þá er það fínt, en ef ekki þá líka bara í góðu lagi. En ekki þykjast halda því fram að þið getið fengið einhvern annan díl, eða að þessi stofnun muni gera einhverjar sérstakar reglur fyrir 400 þúsund íbúa ríki, að það verði tekið eitthvað sérstakt tillit til jarðhitaorku á Íslandi, eða fiskimiðum ykkar. Það virkar bara ekki þannig,“ segir Hannan. Það hafi til að mynda sýnt sig í útgönguviðræðum Bretlands að sveigjanleiki stofnunarinnar sé lítill sem enginn. „Ákvörðunin er að sjálfsögðu ykkar að taka, þið eruð fullvalda lýðræðisríki, en eftir að hafa varið 50 árum sem aðildarríki ESB og reynt að stuðla að umbreytingum, þá get ég sagt ykkur að það er alls ekki og engan veginn eitthvað sem þið getið breytt. Þið þurfið bara að ákveða hvort þið viljið pakkann eða ekki.“ Bretland sé í betri málum eftir Brexit Nokkuð umrót hefur verið í breskum stjórnmálum eftir útgönguna úr sambandinu en að mati Hannan er ekki hægt að kenna Brexit um þær áskoranir sem landið stendur frammi fyrir nú. „Eins og aðrir erum við enn að eiga við afleiðingar lokunar samfélagsins. Það ýtti undir verðhækkanir og skattahækkanir og setti stjórnkerfi okkar úr skorðum. Við sjáum breytingar á þeirri tryggð við stjórnmálaflokka sem annars hefur ríkt en slíkt gerist á óvissutímum og mun taka tíma að leysa úr því,“ segir Hannan í samtali við fréttastofu og vísar þar til tíma kórónuveirufaraldursins. Daniel Hannan er í stuttri heimsókn hér á landi.Vísir/Lýður Umbótaflokkurinn (Reform UK) undir forystu Nigel Farage hefur sótt í sig veðrið að undanförnu sem hefur kostað fylgistap fyrir Íhaldsflokkinn. „Það gæti verið að Reform muni verða stærri en minn flokkur eða að þeir renni saman með einhverjum hætti en í okkar stjórnkerfi er í raun bara pláss fyrir einn stóran flokk á hægri væng og einn á vinstri væng,“ segir Hannan. Sjá einnig: Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Aðspurður kveðst hann sannfærður um að Bretland sé í betri málum nú eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Guð veit að við höfum vandamál, en það eru stærri vandamál í Evrópu,“ segir Hannan. Það sé að hans mati sönnun fyrir því að svo sé, að núverandi ríkisstjórn, sem alfarið sé skipað stjórnmálamönnum sem börðust fyrir því að vera áfram í ESB, séu ekki einu sinni að ræða það að ganga aftur í sambandið.
Bretland Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Sjá meira