Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar 13. október 2025 08:32 Sveitarfélög veita alla helstu þjónustu í nærumhverfi barna og hafa þar af leiðandi gríðarmikil áhrif á upplifun barna af réttindum sínum. Þar að auki verja sveitarfélög u.þ.b. 60% af fjármunum sínum í þjónustu við börn og fjölskyldur. Það er því mikilvægt að huga vel að því að þessi 60% séu réttindum barna til framdráttar í stað þess að stuðla að réttindabrotum með tilheyrandi kostnaði. Í grein sem birtist á Vísi 10. október s.l. fjallaði ég um hvernig fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga. Ég mun fjalla nánar um það hér hvernig sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barna - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Mikilvægi gagnaöflunar Til að greina áhrif ákvarðana á ólíka hópa barna þarf að byggja ákvarðanir sveitarfélagsins á gögnum. Gögnum um stöðu, farsæld og réttindi barna ásamt gögnum um ráðstöfun fjármagns. Það er gert til þess að geta komið auga á mögulega mismunun og til þess að átta okkur á því hvernig fjármunir sveitarfélagsins eru nýttir til þess að uppfylla réttindi barna og stuðla að farsæld þeirra. Barnvænt hagsmunamat Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög ráðstafa í málefni barna verða sveitarfélög að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem nýta má til þess að meta áhrif ákvarðana á börn. Það er ekki bara verkfæri til þess að tryggja að mannréttindi barna séu virt, heldur gagnleg leið til stuðla að arðbærari fjárfestingum sveitarfélaga með því að upplýsa ráðamenn um áhrif fjárhagsákvarðana á réttindi barna og stýra þeim í átt að ákvörðunum sem eru réttindum barna til framdráttar. Áhrif barna á fjárfestingar og fjárhagsáætlanir Barnvænt hagsmunamat er tól til að meta það sem er barninu fyrir bestu. Við getum þó ekki vitað hvað er barni fyrir bestu án þess að ræða við barnið sjálft. Þ.e.a.s. það er ekki hægt að framkvæma fullnægjandi mat án þess að tryggja að raddir barna endurspeglist í því. En hvað ef áhrifin á börn eru neikvæð? Það er mikilvægt að átta sig á því að ákvarðanir geta haft margskonar og ólík áhrif á ólíka hópa barna og því ber að taka tillit til þess að börn eru ekki einsleitur hópur þar sem öll hafa sömu þarfir. Jákvæð áhrif á einn hóp barna gætu haft í för með sér neikvæð áhrif á annan hóp. Með góðum gögnum og samtölum við fagfólk og börnin sjálf er hægt að sníða þjónustu og verkefni að ólíkum þörfum barna. En það er ekki alltaf hægt að koma í veg fyrir að ákvarðanir sem teknar eru hafi neikvæð áhrif á réttindi barna, enda þarf að meta hagsmuni fleiri þjóðfélagshópa. Í þeim tilfellum gerir barnvænt hagsmunamat okkur kleift að tryggja mótvægisaðgerðir til þess að lágmarka neikvæð áhrif. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir börnin og komum í veg fyrir uppblásinn kostnað við að bregðast við neikvæðum afleiðingum sem ekki var gert ráð fyrir. Eftirfylgni tryggir ábyrga fjárfestingu Þrátt fyrir að barnvæn hagsmunamat hafi verið framkvæmt er mikilvægt að fylgja fjárfestingunni eftir. Það er það sem fjárfestingabankarnir gera. Það myndi enginn fjárfestingabanki fara í fjárfestingu án þess að vita hvort hún ávaxtaðist eða lækkaði í virði. Raunin er sú að við getum gert miklu betur í því að fylgja eftir fjárhagsákvörðunum og fjárfestingum í réttindum barna. Það þarf að meta væntanleg áhrif og setja stefnu sem miðast við áætlaðan árangur. Mikilvægt er að vita hvert við stefnum, en jafnvel mikilvægara að vera tilbúin að fylgja ákvörðunum eftir og tryggja að þær skili þeim árangri sem ætlast var til. Ef það tekst ekki, þurfum við að vera reiðubúin að viðurkenna það, stíga skref til baka og prófa nýjar leiðir til að ná markmiðinu. Vandamálið sem kemur í veg fyrir lausnina Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga byggja ekki á samræmdri flokkun málaflokka og undir þá falla ólíkir kostnaðarliðir eftir skipulagi hvers sveitarfélags. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, þetta ósamræmi gerir það nær ómögulegt að greina fjárfestingu ólíkra sveitarfélaga í þágu barna. Hér er gríðarlegt sóknarfæri, að samræma fjárhagsáætlanagerð til þess að tryggja gagnsærri fjármálastjórnun og samanburð milli sveitarfélaga. Verkfærið sem vantar? Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem er nýstárlegt í opinberri fjármálastjórnun. Notkun barnvæns hagsmunamats við fjárhagsákvarðanir hefur þó færst í aukana víðsvegar um heiminn og má sem dæmi nefna að stjórnvöld Skotlands unnu í fyrsta sinn barnvænt hagsmunamat í tengslum við fjárhagsákvarðanir ríkisins í fjárlagagerð árið 2024 í undirbúningi fyrir fjárhagsárið 2025. Við þurfum að brjóta niður sílóin á milli mannréttinda og fjármála og átta okkur á því að um nátengd fyrirbæri er að ræða. Með því að innleiða barnvænt hagsmunamat í fjármálastjórnun sína geta sveitarfélög stigið stórt skref í átt að barnvænum fjármálum og saman breytt fjárhagslegu landslagi íslenskra sveitarfélaga fyrir öll börn. Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Réttindi barna Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Sveitarfélög veita alla helstu þjónustu í nærumhverfi barna og hafa þar af leiðandi gríðarmikil áhrif á upplifun barna af réttindum sínum. Þar að auki verja sveitarfélög u.þ.b. 60% af fjármunum sínum í þjónustu við börn og fjölskyldur. Það er því mikilvægt að huga vel að því að þessi 60% séu réttindum barna til framdráttar í stað þess að stuðla að réttindabrotum með tilheyrandi kostnaði. Í grein sem birtist á Vísi 10. október s.l. fjallaði ég um hvernig fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga. Ég mun fjalla nánar um það hér hvernig sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barna - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Mikilvægi gagnaöflunar Til að greina áhrif ákvarðana á ólíka hópa barna þarf að byggja ákvarðanir sveitarfélagsins á gögnum. Gögnum um stöðu, farsæld og réttindi barna ásamt gögnum um ráðstöfun fjármagns. Það er gert til þess að geta komið auga á mögulega mismunun og til þess að átta okkur á því hvernig fjármunir sveitarfélagsins eru nýttir til þess að uppfylla réttindi barna og stuðla að farsæld þeirra. Barnvænt hagsmunamat Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög ráðstafa í málefni barna verða sveitarfélög að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem nýta má til þess að meta áhrif ákvarðana á börn. Það er ekki bara verkfæri til þess að tryggja að mannréttindi barna séu virt, heldur gagnleg leið til stuðla að arðbærari fjárfestingum sveitarfélaga með því að upplýsa ráðamenn um áhrif fjárhagsákvarðana á réttindi barna og stýra þeim í átt að ákvörðunum sem eru réttindum barna til framdráttar. Áhrif barna á fjárfestingar og fjárhagsáætlanir Barnvænt hagsmunamat er tól til að meta það sem er barninu fyrir bestu. Við getum þó ekki vitað hvað er barni fyrir bestu án þess að ræða við barnið sjálft. Þ.e.a.s. það er ekki hægt að framkvæma fullnægjandi mat án þess að tryggja að raddir barna endurspeglist í því. En hvað ef áhrifin á börn eru neikvæð? Það er mikilvægt að átta sig á því að ákvarðanir geta haft margskonar og ólík áhrif á ólíka hópa barna og því ber að taka tillit til þess að börn eru ekki einsleitur hópur þar sem öll hafa sömu þarfir. Jákvæð áhrif á einn hóp barna gætu haft í för með sér neikvæð áhrif á annan hóp. Með góðum gögnum og samtölum við fagfólk og börnin sjálf er hægt að sníða þjónustu og verkefni að ólíkum þörfum barna. En það er ekki alltaf hægt að koma í veg fyrir að ákvarðanir sem teknar eru hafi neikvæð áhrif á réttindi barna, enda þarf að meta hagsmuni fleiri þjóðfélagshópa. Í þeim tilfellum gerir barnvænt hagsmunamat okkur kleift að tryggja mótvægisaðgerðir til þess að lágmarka neikvæð áhrif. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir börnin og komum í veg fyrir uppblásinn kostnað við að bregðast við neikvæðum afleiðingum sem ekki var gert ráð fyrir. Eftirfylgni tryggir ábyrga fjárfestingu Þrátt fyrir að barnvæn hagsmunamat hafi verið framkvæmt er mikilvægt að fylgja fjárfestingunni eftir. Það er það sem fjárfestingabankarnir gera. Það myndi enginn fjárfestingabanki fara í fjárfestingu án þess að vita hvort hún ávaxtaðist eða lækkaði í virði. Raunin er sú að við getum gert miklu betur í því að fylgja eftir fjárhagsákvörðunum og fjárfestingum í réttindum barna. Það þarf að meta væntanleg áhrif og setja stefnu sem miðast við áætlaðan árangur. Mikilvægt er að vita hvert við stefnum, en jafnvel mikilvægara að vera tilbúin að fylgja ákvörðunum eftir og tryggja að þær skili þeim árangri sem ætlast var til. Ef það tekst ekki, þurfum við að vera reiðubúin að viðurkenna það, stíga skref til baka og prófa nýjar leiðir til að ná markmiðinu. Vandamálið sem kemur í veg fyrir lausnina Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga byggja ekki á samræmdri flokkun málaflokka og undir þá falla ólíkir kostnaðarliðir eftir skipulagi hvers sveitarfélags. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, þetta ósamræmi gerir það nær ómögulegt að greina fjárfestingu ólíkra sveitarfélaga í þágu barna. Hér er gríðarlegt sóknarfæri, að samræma fjárhagsáætlanagerð til þess að tryggja gagnsærri fjármálastjórnun og samanburð milli sveitarfélaga. Verkfærið sem vantar? Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem er nýstárlegt í opinberri fjármálastjórnun. Notkun barnvæns hagsmunamats við fjárhagsákvarðanir hefur þó færst í aukana víðsvegar um heiminn og má sem dæmi nefna að stjórnvöld Skotlands unnu í fyrsta sinn barnvænt hagsmunamat í tengslum við fjárhagsákvarðanir ríkisins í fjárlagagerð árið 2024 í undirbúningi fyrir fjárhagsárið 2025. Við þurfum að brjóta niður sílóin á milli mannréttinda og fjármála og átta okkur á því að um nátengd fyrirbæri er að ræða. Með því að innleiða barnvænt hagsmunamat í fjármálastjórnun sína geta sveitarfélög stigið stórt skref í átt að barnvænum fjármálum og saman breytt fjárhagslegu landslagi íslenskra sveitarfélaga fyrir öll börn. Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar